Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Raufarhöfn

raufarhofn_mynd_a_bryggju.jpgraufarhofn_1-2.jpg

Nei þetta er ekkert kvótakerfinu að kenna segja sérfræðingarnir fyrir sunnan.

Heimild: Framsýn stéttarfélag.


Frá hafi til hafnar

kompás 1-1

Vikur sjávar að fornu frá Selárdal við Arnarfjörð að Stykkishólmi.

Frá Selárdal úr Hraukshaus í Steinbítahamar, þaðan í Hólshaus og Háanes í Tálknafirði, og í Sleiphellu, þaðan í Hvammeyrartanga og í Fálkahorn, svo í Molduxa í Tálkna utanverðan, þaðan í Íshamar (eða Ystahamar), þaðan í Stapa fyrir utan Hlaðseyri, svo þaðan fyrir botn Patreksfjarðar og í Fjarðarhorn fyrir utan Skápadal, svo í Hákarl við Hamraendi við Sauðlauksdal. Þaðan í Háanes (= Sellátranes) og í Þyrsklingahrygg í Blakknesi, svo í Kofuhelli við Hnífa í Kollsvík, þaðan í Bjarnargjá í Bjarnanúp að Barði í Látrabjargi í Lambarhlíðanes í Breiðavíkurbjargi (Látrabjarg), þaðan í Sleiphellu á Brekkuhlíð innanverðri, svo í Bæjarás á Rauðasandi, úr Bæjarás í Stálhlein á Sigluneshlíðum.

(Hálf vika frá Bæjarás að Skor) frá Stálhlein í Ytranes. (Hálf vika frá Ytranesi að Siglunesi), frá Ytranesi í Haukabergsvaðal, frá Haukabergsvaðli í Hagavaðal, frá Hagavaðli að Rauðsdalsklauf, þaðan að Suðurskerjum við Sauðeyjar, þaðan í Þorfinnssker og þaðan í Flatey. Frá Flatey eru taldar tvær vikur sjávar í Bjarneyjar, og þaðan fjórar vikur sjávar í Stykkishólm.

Ennfremur áfram með Barðaströnd, frá Rauðsdalsklauf að Moshlíðará, þaðan í Hamarsstöð á Hjarðarnesi og þaðan að Litlanesi.

(Heimild frá Ólafi Thoroddsen skipstjóra).


Steinbítahamar

stapahli_environice_is.jpg

Á Selárdalshlíðum hinum nyrðri gengur klettur einn í sjó fram, sem heitir Steinbítahamar og er þar allmikið dýpi.

Sagt er að nafnið dragi hann af því, að steinbítar hafi verið þar á land dregnir.

Eitt sinn lá þar maður nokkur við að vorinu í kofa, sem hann hafði byggt á lítilli flöt fyrir ofan hamarinn.

Var hann einn og dró mikið bæði af steinbít og öðrum fiski.

Hvítasunnudag einn hvarf maðurinn og kom ekki í ljós framar.

Var talið að hann hafi rennt færi um morguninn og komið í flyðru og hafi hún kippt honum fram af.

 

Heimild: Helgi Guðmundsson, Vestfirskar sagnir.


Havet koker

100 þúsund sjómenn á litlum bátum lögðu grunninn, að breyta Noregi eftir hernám Þjóðverja, úr fátækasta landi Evrópu, í auðugasta land í Evrópu.


Veganefnur - snarbratti - skriður og grjóthrun

hermann_jonasson.jpg

Það er mikill ókostur við Barðastrandarsýslu, hve hún er útúrskotin og erfið með samgöngur innan sýslu.

Fyrir þetta verður minni samkeppni í verslun erfiðara með allan félagsskap og margt fleira.

Vegir eru þar víðast hinir verstu  nema á Barðaströnd.

Þar eru þeir góðir af náttúrunni. Það má þó heita furða, hvar víða eru veganefnur, þegar þess er gætt, hve strjálbyggt þar er, og vegirnir eða vegabæturnar geta á mörgum stöðum eigi staðið lengur en árið, þegar bezt lætur, því að vegirnir eru víða framan í snarbratta og skriður og grjóthrun eyðileggur þá.

 

Ath: Þessi lýsing á vegum og samgöngum í Barðastrandarsýslu var skrifuð af Hermanni Jónassyni  í Búnaðarrit sem gefið var út 1888.

Þessi lýsing gæti alveg átt við í dag 124 árum síðar á vegasambandi á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband