Leita í fréttum mbl.is

Látið loðnuna í friði

Suburban Taboo

Hætta ætti loðnuveiðum við landiðí eitt skipti fyrir öll og banna allar veiðar með flottrolli í lögsögu Íslands.

Flottrollið veldur gríðarlegum skaða á öllum fiskistofnum beint og óbeint. Smug fiska í gegnum flottroll skilur eftir sig 10-15 fallt af dauðum fiski í sjónum umfram það sem skipin koma með að landi.

Flottrollið splundrar göngu fiskitorfa og ruglar göngumynstur þeirra.

Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.

Nærtækasta dæmið er léleg nýliðun þorsks, hrun hörpudisksstofnsins, hrun rækjustofnanna og margt fleira.

Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.

Baráttan um ætið á ekki að standa á milli gráðugra grútapramma-útgerða og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundanna.

Stjórnvöld verða að grípa strax til aðgerða og stöðva loðnuveiðar í eitt skipti fyrir öll.


mbl.is Fundu loðnu við Austurland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Nú hlýtur þú að fá gusurnar yfir þig.

Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Björn Jónsson

Þú kemur mönnum sífelt á óvart

Björn Jónsson, 24.1.2010 kl. 20:32

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ætli dugi að senda bænarskjal?  Hverra hagsmunir skyldu það vera að leyfa útrýmingu á loðnu, gulldeplu og kolmunna ásamt með síld og makríl?  Öflugustu aðilarnir innan LÍÚ grátkórsins eiga mestan hluta uppsjávarkvótans og þeir munu aldrei taka því þegjandi að loðnuveiðar verði bannaðar. Kvótagreifarnir í Eyjum sem eiga verksmiðju á Þórshöfn og veita heimamönnum þar atvinnu eiga náttúrulega hauk í horni þar sem Steingrímur er og kvótagreifarnir í Granda með Ólaf Ólafsson eiga stuðning Framsóknarflokksins vísan. Allir vita svo hvar hjarta sjálfstæðismanna slær og því spái ég að litlar sem engar breytingar verði á sjávarútvegsstefnunni fyrr en stofnarnir hrynja eða deyja úr sjúkdómum eins og síldin

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.1.2010 kl. 20:38

4 Smámynd: Þorvaldur Ásgeirsson

Já það eru líkast til hagsmunir útgerðarinnar og "kvótagreifanna" að útrýma loðnu, síldar og kolmunastofninum, svo ég tali nú ekki um þorskstofninn. Svona svipað og það er leigubílstjóranum í hag að allir labbi bara heim!

Þorvaldur Ásgeirsson, 24.1.2010 kl. 23:02

5 Smámynd: Pixxy

Að heyra þetta rugl sem kemur alltaf á þessu bloggi er ósammála öllu og svo eru þetta ekki grútarprammar í dag.

Pixxy, 25.1.2010 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband