13.1.2007 | 17:30
Afrekaskrá Árna Matthísen fyrrverandi ráðherra sjávarútvegsmála.
Til umhugsunnar:
Ég sé ástæðu til að benda á afrekaskrá Árna M. Matthiesen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, vegna fyrirhugaðs framboðs hans í Suðurlandskjördæmi.
- Sýndi hæfileika til að vera þungt haldinn ákvarðanatökufælni.
- Virðist geta stjórnað daglega með skipulögðu aðgerðarleysi.
- Stakk tillögu nefndar á vegum Gunnars Birgissonar um vigtun sjávarafla í frystiskipum, ísfrádrátt á hafnarvog o.fl. - niður í skúffu og gerði ekkert með tillögurnar.
- Gerði ekkert nema í þykjustunni til að íslensk fiskvinnsla gæti boðið í afla sem sendur er óvigtaður og ótegundaskoðaður á erlenda markaði á alltíplati tollskýrslum.
- Ber ábyrgð á ofsóknum Fiskistofu og lánastofnunum á hendur saklausum fjölskyldum þar á meðal fjölskyldu undirritaðs eftir að sýnt var myndband á sjónvarpstöðvum og netmiðlum um allan heim brottkast á 53 fiskum. Ofsóknum sem leiddu til gjaldþrots og eignaupptöku fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Lét dæma undirritaðan í fangelsi í 3 mánuði og til greiðslu sektar ásamt kostnaði að upphæð 5 milljónir króna tveimur árum eftir að Fiskistofa svifti Bjarma BA-326, veiðileyfinu í 6 mánuði fyrir sömu sakir. Á ekki að fara fram opinber rannsókn á svona ofsóknum sem virðast beinlínis gerðar til að refsa fólki - vegna þess að það sagði sannleikann.
- Lét troða allri smærri útgerð inn í framseljanlega kvóta, og eyðileggja kerfi dagabáta sem hvoru tveggja er að rústa fjölda sjávarbyggða sem og gera eignir þúsunda fjölskyldna verðlausar af hvaða tilefni???... hver bað um þetta??!
- Boðaði fiskifræði sjómannsins á sama tíma og hann afhenti klíku Alþjóða Hafrannsóknarráðsins meiri og meiri völd og afsalaði þannig fullveldi þjóðarinnar til alþjóðlegrar klíku (sambærilegri alþjóðahvalveiðiráðinu) í stað þess að færa völd um aflahámark fisktegunda inn í Alþingi eins og skylt er skv. grundvallaratriðum í stjórnarskrá og stjórnskipun lýðveldisins.
- Lét afnema lög um Kvótaþing að tilefnislausu, sem hefur leitt af sér stóraukna spennu og spillingu í stjórnkerfi fiskveiða, - aukið brottkast og löndun fram hjá vigt auk vafasamra viðskiptahátta með aflaheimildir með vistun Fiskistofu á aflaheimildum á aðrar kennitölur en kennitölur eiganda fyrir tugi milljarða. Stenst svona vistun skattalög? Má vista verðmæti fyrir milljarða í nótulausum viðskiptum - bara af því Fiskistofa leyfir það?
- Allt stjórnartímabil Árna í sjávarútvegsráðuneytinu virðist mér hafa leitt af sér vaxandi siðblinda kvótafíkn þar litið er orðið á það sem heilbrigðan bissness að rústa sjávarbyggðum og verðfella eignir almennings þar í hagnaðarskyni? Eru þá ekki stjórnvöld ábyrg á framkvæmdinni og bótaskyld ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.