10.3.2010 | 22:41
Hræðileg örlög skoskra hvalveiðimanna við Ísland 1884
Þessi hörmungarsaga hófst 26. maí 1884 þá hvalfangarinn Chieftain frá Dundee á Skotlandi var statt á hafinu norður af Íslandi og fjórir bátar með fimm mönnum hver lögðu frá skipinu í hvalaleit.
Um miðjan dag sló yfir mikilli þoku og villtust bátarnir hver frá öðrum og tíndu skipinu. Hvorki matur né vatn var um borð í bátunum og þjáðust skipsverjar fljótt af hungri, vosbúð og kulda þar sem frost var nokkuð næstu dægur.
Þorsta gátu þeir slökkt lítið eitt með klakastykkjum, sem mynduðust á bátunum, en engan vegin til hlítar. Á fimmta degi, þá einn bátanna hafði flækst fram og aftur um hafflötinn, lést einn skipverji og var líki hans kastað fyrir borð.
Skömmu síðar dó annar og voru þá þeir þrír sem eftir lifðu ornir svo trylltir og aðframkomnir af hungri að þeir lögðu sér lík mansins til munns. Svo dó hinn þriðji og nokkru síðar hinn fjórði.
Lifði þá hinn fimmti í nokkra dag á líkum félaga sinna eða þar til hákarlaskipið Stormur frá Siglunesi fann manninn 11 júní 1884.
Aðkoma skipverja á Stormi var skelfileg þar sem maðurinn lá meðvitundarlítill og ósjálfbjarga í kjalsogi bátsins innan um beinagrindur og leifar af óétnu mannaholdi.
Maðurinn var færður um borð í Storm þar sem skipverjar hjúkruðu honum sem best þeir gátu og fluttu inn á Siglufjörð. Þaðan var maðurinn fluttur inn til Akureyrar þar sem læknar á herskipinu Díana tóku á móti honum.
Að tveimur dögum liðnum var maðurinn aflimaður á báðum fótum ofan kálfa þar sem drep var komið í limina. Þorgrímur Þórðarson, nýútskrifaður læknaskólakandidat frá Reykjavík aðstoðaði herlæknana við aflimunina.
Maður sá er þessar þrautir þurfti að líða var 26 ára og hét James Mackintos. Hann vildi lítið ræða um þessa hrakningadaga og lá honum hver sem vill.
Af hinum bátunum er það að frétta að einn náði móðurskipinu heill á húfi, annar náði landi á Raufarhöfn 2. júní með fjóra menn alla meira og minna kalda.
Sent var eftir lækni til Húsavíkur þar sem mennirnir voru komnir með skyrbjúg og jafnvel kolbrand. Þriðja bátinn bar að landi við Þistilfjörð.
Á honum voru allir fimm mennirnir lifandi og í þokkalegu ásigkomulagi. Þeir komust með norsku flutningaskipi til Seyðisfjarðar og þaðan til meginlandsins með Thyra 12. júní.
Af hákarlaskipinu Stormi er það aftur á móti að segja að hann var smíðaður upp og endurgerður af Bjarna Einarssyni, skipasmiði á Akureyri árið 1896.
Haft var fyrir satt að skipið væri sem nýtt eftir þá endurgerð. Það dugði skammt því að skipið fórst í sinni fyrstu veiðiferð eftir endurgerðina, árið 1897, og með því ellefu manna áhöfn.
Heimild: Norðanfari 27. júní 1884.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.3.2010 kl. 12:58 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hörmungarsaga þetta
Jón Snæbjörnsson, 15.3.2010 kl. 16:58
Já Jón þetta er eitt það ljótasta sem maður hefur lesið um í þessum efnu.
Níels A. Ársælsson., 15.3.2010 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.