16.3.2010 | 11:25
Mikið gæfuspor fyrir íslenzka þjóð
Nú eru allar líkur á að frumvarp sjávarútvegsráðherra verði samþykkt frá Alþingi í dag eftir þriðju umræðu.
Gagnrýna umfjöllun LÍÚ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 764244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allir hafa vit á sjávarútvegi - allir vita hvað þarf að gera og hvað má ekki gera -
plástrar hafa verið settir á í gegnum árin allt þar til núverandi stjórn ákvað að setja allt kerfið í uppnám -
Einar K mun leiða starfshóp sem á að komast að einhverri niðurstöðu sem sátt getur tekist um -
SÁTT í sjávarútvegi - varla -
Hvernig væri nú að horfa til sjómannanna sem drógu þetta þjóðfélag út úr torfkofunum og komu fótunum undir þjóðina? Hvernig væri að horfa til þeirra í dag - því það eru jú líka þeir sem munu koma fótunum undir þetta þjóðfélag aftur - eftir landráðaframferði "gáfumanna" í viðskiptalífinu og bönkunum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.3.2010 kl. 12:27
Útgerðaraðilar og sjómenn þurfa að standa saman og hrekja atvinnuróg og níð sem dynur á stéttinni.Það er orðin þjóðaríþrótt að tvinna saman þvaður um útgerð.
Snorri Hansson, 16.3.2010 kl. 15:19
ofan í það bætist rugl í mönnum sem halda að ef veiðistjórnun sé breyt þá muni eins og fyrir galdra fjölga fiskum í sjónum.
ef dagakerfið eða frjálsveiði væri kerfi sem virkaði þá ætti hér allt að vera morandi fullt af rjúpum frá fjöru og upp á fjall. svo vitnað sé í hugmyndir Þórðar, formanns félagsins þjóðareignar, sem virðist vera skipað að meirihluta mönnum sem vilja gefa allar auðlindir til Brussel.
öll aukning á kvóta á að fara til þeirra sem tóku á sig skerðingu undanfarina ára. á að renna til þeirra svo að sjómenn sem þar vinna, sem tekið hafa á sig kjaraskerðingar og þurft að þola óhróð um sig og sína vinnu, að litið hafi verið niður á þá af sama liðinu og núna eftir fall bankanna vill allt með sjávarútveg gera. sjómenn sem eru að vinna á skipum sem hafa veiðileyfi í dag eiga að fá aukninguna. þeir hafa tekið á sig skerðinguna.
það er ekki neitt réttlæti í því að einhverjir nýjir komi inn nánast ókeypis eða á gjafaverði frá ríkinu á meðan aðrir hafa þurft að þola þrengingar til þess að byggja upp miðin. það er ekkert réttlæti í því að hluti af veiðiheimildunum sé tekinn og þær geymdar fram á sumar til þess að einhverjir hobbí sjómenn geti farið á skakið. eða sem verr að þeim sem hafa selt sig út úr greininni fái að fara inn aftur ókeypis. eðu eru menn kannski hlynntir gjafakvóta þegar hann kemur allur í vasan hjá þeim?
ef menn vilja í útgerð þá geta þeir keypt veiðiheimildir af öðrum. allir sem núna stunda útgerð hafa keypt nánast allt það sem þeir meiga veiða.
og áður en menn snúa útúr með tali um kvóta í barentshafi. er ekki meira þar til skiptanna þar heldur en hér? er ekki rússa fiskurinn verðminni heldur en okkar? hafa ekki orðið breytingar í hafinu sem hafa breytt lífsskylirðum?
Fannar frá Rifi, 16.3.2010 kl. 16:45
Merkilegur andskoti að hagsmunaklíkan skuli beita fyrir sig sjómönnum þegar verið er að verja gjafakvótakerfið sem búið er að veðsetja út úr sólkerfinu. Það mátti ekki heyra á sjómenn minnst þegar verið var að úthluta eftir veiðireynslu en ef einhverjum dettur í hug að stokka þetta rugl aðeins upp á að nota sjómennina sem skjöld. Get sagt þér það Fannar að sjómenn munu alltaf veiða fiskinn, sama eftir hvaða reglum er úthlutað. þannig að þessi "umhyggja" þín fyrir þeim er eitt stórt vindhögg.
Víðir Benediktsson, 16.3.2010 kl. 22:26
sjómenn fá hærri laun með kvótkerfinu. sást vel þegar menn fóru á makríl veiðar síðastliðið sumar á þegar allt var frjálst. þjóðin varð af milljörðum í gjaldeyristekjur og sjómenn fengu lægri laun.
auk þess gerir kvótakerfið útgerðunum kleift að gera langtíma samninga við kaupendur á hráefninu á erlendum mörkuðum. því öruggari sem afhentingin er, því hærra verð er hægt að fá frá kaupendum.
þetta eru einfaldar staðreyndir sem auðveld er að sjá en sumir virðst halda að fiskurinn selji sig sjálfur og eru búnir að gleyma því að eitt sinn var þorskur settur í bræðslu því engin gatt selt hann. það var á þeim þegar allt var frjálst og fiskurinn var hálf verðlaus.
Fannar frá Rifi, 18.3.2010 kl. 11:36
Þorskur settur í bræðslu hér áður fyrr Fannar.
Já það er rétt en varla hafa farið 35-50 þúsund tonn af þorski í bræðslu árlega er það ?
Í dag er þessu öllu hent í sjóinn og öðru eins landað framhjá hafnarvigt.
Er það kallað tæknileg framför í stjórn fiskveiða '
Það bauð engin útgerðarmönnum skítfiskara að bræða 100 þúsund tonn af makríl árlega síðustu árin.
Þetta var þeirra eigin ákvörðun sem segir fólki betur en allt annað hvernig þetta lið hugsar.
Af hverju bræddu þeir makrílinn ?
Það þýðir ekkert Fannar að halda svona rökleysu að heilli þjóð.
Varðandi sölumálin þá er margt til í því hjá þér varðandi afhendinguna og skipulagningu við veiðar langt fram í tímann.
En Færeyingar fá að jafnaði 5% hærra verð fyrir nánast allar síkar afurðir í bolfiski eftir því sem ég hef fengið að vita erlendis frá.
Færeyingar eru með sóknarstýringu að miklu leiti á sinna flota.
Af hverju gengur þeim svona vel að selja og það á hærra verði ?
Þessar einföldu staðreyndir sem þú talar um eru nú ekki alveg svona einfaldar.
Fannar þetta eru allt frasar sem örfáir menn hafa komið sér upp en því miður þeirra vegna eru þeir marklausir.
Níels A. Ársælsson., 18.3.2010 kl. 11:53
Veiðum verður alltaf stjórnað héðan í frá, það verða aldrei "frjálsar" veiðar í þeim skilningi. Að sjálfssögðu munu þeir sem veiða fiskinn reyna hámarka verðmætin hér eftir sem hingað til en að gefa sér að ákveðinn hópur manna eigi þessar heimildir er rugl og það staðfesta lögin um stjórn fiskveiða. Svo bara svo það gleymist ekki, þá var það LÍÚ klíkan sem veiddi og lét bræða makrílinn. Þeir hinir sömu og verið er að halda fram að séu bestir til að fara með aflaheimildir. Svo er nákvæmlega sama hvernig sumir raula og tauta. Fiskurinn og fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar og lögin staðfesta það. Braskið myndar ekki eignarrétt.
Víðir Benediktsson, 18.3.2010 kl. 19:41
Víðir ekki reyna að snúa út úr.
þú getur ekki skipulagt veiðar til þess að hámarka nýtinguna á afla ef þú ert í kapphlaupi. að þú reynir að halda öðrum fram er tilraun til að villa og blekkja fólk og í versta falli ertu að ljúga beint framan í opið geðið á fólki. nema náttúrulega að þú vitir ekki betur.
fiskurinn er sameign og þú og allir aðrir geta róið út og veitt hann í soðið. fiskurinn er takmörkuð auðlind og það þarf að takmarka sóknina í hana. kvótakerfið hefur reynst best allra kerfa í því að hámarka verðmætasköpunina og tryggja stöðugan rekstur og gert okkur kleift að selja inn á bestu og kröfuhörðustu markaði í heiminum.
en kannski eru menn hér á landi á því að sala á íslenskum þorski í fangafóður til bandaríkjanna hafi ekki verið svo slæm hugmynd? alla vega virðist það vera stefna ykkar sem viljið setja sjávarútvegin á hliðina.
ég veit ekki hvar þið fáið þessar tölur um brottkast. held að þetta sé tómt bull. Nilli þótt þú sjálfur hafi látið taka mynd af þér við brottkast þá er það ekki það sama og að allir aðrir geri það. sama hversu heitt þú óskar þess.
og ef menn hafa áhyggjur af brottkastinu þá eru mun einfaldari leiðir til þess að koma í veg fyrir það heldur en að reyna að stokka upp í öllum sjávarútveginum í von um að það sem menn halda að sé að lagist. þú hefur ekkert fyrir þér í því að það lagist eitthvað. allavega lagaðist ekkert við strandveiðarnar. brottkastið óx bara. allt nema þorskur fór aftur í sjóinn ef vel veiddist.
Fannar frá Rifi, 19.3.2010 kl. 00:54
og hvernig er sóknarstýring. miða þeir ekki við hámarks tonna magn?
hvernig væri það hérna? 1500 skip að halda út til veiða í skemmri og skemmri tíma ár frá ári. allir að veiða eins mikið og þeir geta. á endanum yrði sjómannadagurinn í miðju sumarfríi sjómanna sem byrjaði um mánaðarmát mars apríl og myndi ekki enda fyrr en við nýtt fiskveiði ár. er það markmiðið? að gera sjómennsku að hluta starfi hálft árið?
eða ætlaru að koma með einn meiri breytingar, reglur, miðstýringu og aðra bjúrókratíu bara til þess að fá að komast ókeypis inn aftur?
Fannar frá Rifi, 19.3.2010 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.