18.3.2010 | 16:33
Makríllinn verði eign "Auðlindasjóðs"
Það er algjörlega óásættanlegt að úthluta kvóta á makríl eftir veiðireynslu þeirra örfáu skipa sem í skjóli einokunar stundað hafa þessar ofbeldisfullu veiðar í skjóli yfirburða sinna sem þeir höfðu með kaupum á rándýrum skipum vegna klíkuskaps við fyrrum eigendur gjaldþrota lánastofnanna.
Úthlutun makrílkvóta þegar þar að kemur ætti skilyrðislaust að lúta almennum leikreglum og allir sitji við sama borð.
Kemur þá til kasta ríkisins að bjóða kvótann út gegn gjaldi í "Auðlindasjóð".
Það væri algjört brjálæði að gefa grútar og brotarjáns prömmum LÍÚ makrílkvótann sem er að verðmæti svipað og allur þorskkvótinn.
Þá væri ekki langt að bíða þess að þeir væru búnir að verðleggja hann og veðsetja upp í rjáfur til áratuga.
Makrílviðræður halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Mestu vonbrigði Þóris á ferlinum
- Heppinn að sleppa lifandi
- Verðandi stjóri United skellti City Real tapaði
- Sexfaldur ólympíumeistari dauðvona
- Þrenna Díaz skaut Liverpool á toppinn
- Víkingar í átta liða úrslit
- Meistararnir of sterkir fyrir Breiðhyltinga
- Eiður: Í guðanna bænum neglið þetta niður
- Fjárfesting sem er að skila sér
- Fyrsti sigurinn var stórsigur
Viðskipti
- Stærsta sem komið hefur fyrir mig
- Akademias tekur Avia yfir
- Eybjörg ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra
- Greiða 20 milljarða í sértæka skatta og gjöld
- Fjórir nýir stjórnendur hjá Íslandsbanka
- Stöðnun í hagkerfinu á þessu ári
- Intel hent út og Nvidia tekið inn
- Hefur keðjuverkandi áhrif
- Gríðarleg tækifæri í nýju samningunum
- Spítalinn vegur ekki allt hitt upp
Athugasemdir
Ég tek undir að, það á ekki úthluta kvóta,heldur á leggja gjald á landaðan afla.
Eins á fara með skötusel,leggja gjald á landaðan afla.Þá er hægt að komast frá því,að skötuselur,sem meðafli verði landað á fiskmarkað.
Ingvi Rúnar Einarsson, 18.3.2010 kl. 18:00
Bara endurnýja flotann með tilheyrandi kostnaði, fyrst ekki er hægt að nota grútarprammana. Hver á að lána?
Tek fram að ég er ekki andvígur auðlindagjaldi en þá verða allir að borga, líka Geysir Green.
Svo er stóra spurningin hver á að úthluta auðæfum auðlindasjóðs? Verða aurarnir settir í gæluverkefni einstakra þingmanna? Hvernig er með bensíngjaldið? Fer það í vegaframkvæmdir? Svona væri hægt að halda áfram endalaust. Ekki meira sjóðasukk, takk.
Valmundur Valmundsson, 18.3.2010 kl. 21:48
Ansk. rugl í þér maður. Það hefur öllum verið frjálst að veiða makríl. Þú hljómar í öllum skrifum þínum eins og maður sem hefur selt kvótann sinn, er búinn að eyða andvirðinu og vil nú láta taka kvótann aftur af þeim sem keyptu.
Hreinn Sigurðsson, 18.3.2010 kl. 22:59
ef ekki væri fyrir þær útgerðir sem eru í eigu einkaaðila og hafa sótt í þessa auðlind, þá værum við ekki að fá neitt út úr henni. enn sem komið er þá er þessi auðlind ekki eign Íslendinga frekar en þorskurinn í Barentshafi var áður en við fórum inn í Smuguna. þetta er eign ESB, Færeyja og Norðmanna.
mikið er það merkilegt að þegar búið er að fara í að gera verðmæti úr einhverju, aflaveiðireynslu og nota gífurlegt fjármagn til þess að þróa veiðar, vinnslu og vinna markaði, þá allt í einu stökkva menn til handa og fóta og vilja fá að taka þátt. menn sem datt ekki í hug að fara að veiða þennan fisk fyrr en eftir að þeir verða að einhverjum verðmætum.
og var nú ruglið í fyrr eitthvað sem á að halda áfram með? varð ekki þjóðarbúið aðfnægjanlegum miklum tekjum þá útaf því að stjórnmálamennirnir fóru og hlustuðu á menn eins og þig sem vilja opna á ólimískarveiðar með tilheyrandi bræðslu á öllu hráefni?
Fannar frá Rifi, 19.3.2010 kl. 00:46
Nú er ekki úr vegi, eftir að hafa lesið óráðshjalið frá Fannari okkar frá Rifi hér fyrir ofan, að leggja til að LÍÚ verði lagt í rúst og starfsemi þess bönnuð.
Jóhannes Ragnarsson, 19.3.2010 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.