Leita í fréttum mbl.is

Samfélagsleg ábyrgð Samherja hf

staðsetning

Viðskipti | Morgunblaðið | 15.11.2007 |

Mikil viðskipti áttu sér stað með hlutabréf Glitnis og FL Group í gær. Fyrir opnun kauphallar OMX á Íslandi var í tvígang tilkynnt um tæplega 8,2 milljarða viðskipti í Glitni, á genginu 25,5 krónur á hlut, og tæplega 4,2 milljarða króna viðskipti í FL Group, á genginu 22,05 krónur á hlut. 8,2 milljarða króna hlutur í Glitni á áðurnefndu gengi jafngildir um 2,15% af heildarhlutafé félagsins og 4,2 milljarða króna hlutur í FL á genginu 22,05 jafngildir um 2,05% hlut í félaginu.

Þetta má síðan margfalda með tveimur og þá er ljóst að samanlagt 4,3% hlutur í Glitni skipti um eigendur og samanlagt 4,1% hlutur í FL Group.

Engar tilkynningar um þessi viðskipti hafa borist í fréttakerfi kauphallar en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu nýir hluthafar hafi verið að bætast í hluthafahópa félaganna, innlendir hluthafar.

Mun það vera sjóður á vegum Kaldbaks sem eru meðal þeirra sem komu að viðskiptunum með bréf Glitnis.

Kaldbakur er dótturfélag Samherja og er Þorsteinn Már Baldvinsson því að koma á ný inn í hluthafahóp bankans. Ennfremur herma heimildir Morgunblaðsins að hann sé á meðal þeirra sem keyptu hlutinn í FL Group.

Þorsteinn Már vildi ekki staðfesta að hafa komið nálægt viðskiptunum þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær.

Sjá frétt HÉR

Sjá frétt HÉR

Sjá frétt HÉR

Sjá blogg HÉR

Sjá blogg HÉR

 


mbl.is Loka í átta vikur í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður S Einarsdóttir

Mikið er þetta allt saman rétt hjá þér.

Þetta eru glæpamenn sem vaða yfir landið og komast upp með það.

Það er kominn tími á að stoppa þennann yfirgang og frekju hjá þessum mönnum.

Þetta er ekkert annað en kúgun að koma með þetta útspil varðandi sumarfrí.

Svona spilar LÍÚ mafían.

Það verður að fara að taka alvarlega á þeim.

Hólmfríður S Einarsdóttir, 20.3.2010 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband