31.3.2010 | 11:14
Segið ykkur úr LÍÚ! Opið bréf til óbreyttra íslenskra útvegsmanna
Þrátt fyrir að telja sig til hagsmunasamtaka, virðast Landssamtök íslenskra útvegsmanna ekki láta sig hagsmuni þína varða.
LÍÚ lætur sig engu varða þótt mannréttindi þín séu skert.
LÍÚ hefur, þvert á móti, barist gegn því að mannréttindabrot gegn þér verði leiðrétt.
Eins og þú líklega veist birtist síðla árs 2007, álit frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þess efnis að íslensk lög um stjórn fiskveiða brytu í bága við Alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þú hefur kannski talið að álitið væri í andstöðu við þína hagsmuni og það gæti ógnað tilveru þinni sem útgerðarmanns. Þetta er það sem þín meintu hagsmuna-samtök hafa haldið fram.
Forsvarsmenn LÍÚ hafa haldið því fram að álitið sé ekki bindandi, það sé byggt á misskilningi og ef stjórnvöld vogi sér að verða við tilmælum nefndarinnar muni það ógna sjávarútvegi í landinu. Þetta er alrangt.
Í forsendum nefndarinnar segir m.a. Meginatriðið í umfjöllun nefndarinnar er hvort kærendur, sem lögum samkvæmt verða að greiða samborgurum sínum fé fyrir kvóta til að geta stundað atvinnuveiðar á kvótabundnum tegundum og fá þannig aðgang að fiskistofnum sem eru sameign íslensku þjóðarinnar, séu þolendur mismununar sem fari í bága við 26. gr. samningsins.
Nefndin komst svo að þeirri niðurstöðu, með nánar tilgreindum rökum, að um mismunun væri að ræða. Af niðurstöðunni má draga þessa ályktun: Hafir þú komið inn í kerfið eftir að aflaheimildir urðu varanlegar og þar af leiðandi þurft að borga fráfarandi útgerðarmönnum fyrir allar þínar aflaheimildir , hafa mannréttindi þín verið brotin.
Ef sú er raunin, vil ég ítreka við þig að LÍÚ hefur barist gegn því að þessi mannréttindaskerðing verði leiðrétt. LÍÚ berst gegn mannréttindum sinna eigin skjólstæðinga. Ég útskýrði þetta fyrir þáverandi aðstoðar- framkvæmdastjóra LÍÚ, Vilhjálmi Jens Árnasyni, á fundi um kvótamál á Grand hótel fyrir tæpum tveimur árum, en hann var þar sessunautur minn í pallborði. Allir fundargestir geta borið vitni um ábendingar mínar til Vilhjálms og þeim var auk þess lýst í frétt hér. Vilhjálmur gaf ekki mikið fyrir ábendingar mínar þá.
Forsvarsmenn LÍÚ munu ekki gefa mikið fyrir þetta bréf frá mér til þín. Þeim er ekki umhugað um þína hagsmuni. Viltu taka þátt í endurreisn íslensks sjávarútvegs? Nú er enn og aftur stefnt að breytingum á fyrirkomulagi um stjórn fiskveiða.
Meint hagsmunasamtök þín hafa mótmælt öllum breytingum. Forsvarsmenn samtakana hafa þó ekki vogað sér að beita áliti Mannréttindanefndar fyrir sig, enda hafa þeir eytt of miklu púðri í að rakka álitið niður til að menn telji forsvaranlegt að snúa við blaðinu og beita því fyrir sig.
Málið er nefnilega að hæglega má beita áliti Mannréttindanefndar gegn fyrirhugaðri fyrningarleið. Og þar sem ég er fyrst og síðast áhugakona um mannréttindi, er ég andsnúin öllum leiðum sem ekki eru til þess fallnar að sníða þá vankanta burt sem mannréttindanefndin benti á.
Ef fyrningarleiðin verður farin, skerðast þær aflaheimildir sem þú hefur verið rukkaður um með ólögmætum hætti. Það á að skerða aflaheimildir þínar og skilja þig svo eftir með skuldir sem þú stofnaðir til vegna ólögmæts kerfis. Þetta er ekki réttlát lausn. Hún bætir bara gráu ofan á svart.
Það eru til aðrar leiðir. Til dæmis sú leið að allar aflaheimildir verði innkallaðar (strax) og skuldir sem stofnað hefur verið til vegna kvótakaupa fari í pott sem aðilar í sjávarútvegi greiði í sameiningu með auðlindagjaldi. (Hér á ég ekki við skuldir vegna fjárfestinga í öðrum atvinnugreinum, sem framkvæmdastjóri LÍÚ vill fá afskrifaðar).
Þessa leið, eða mjög svipaða, vildi Frjálslyndi flokkurinn fara og mér hugnast hún nokkuð vel. Ef þessi leið yrði farinn yrðir þú ekki skilinn eftir með skuldirnar. Skuldaklafanum yrði létt af þér en í staðinn myndir þú greiða ríkinu fyrir afnot af auðlindinni og hluti af því gjaldi færi í að greiða niður mínusinn sem kvótakerfið hefur skapað sjávarútvegnum.
Ég nefni þessa leið sem dæmi um að enn eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Þú, kæri útvegsmaður, getur tekið þátt og komið með þínar hugmyndir. Það gætir enginn þinna hagsmuna nema þú sjálfur, það er nokkuð ljóst.
Forsvarsmenn LÍÚ hafa hvorki sýnt þjóð né þingi nokkurn samstarfs- eða sáttavilja. Þeir hafa sagt sig frá allri samvinnu um breytingar á stjórn fiskveiða. Er það góð hagsmunagæsla fyrir þig? Sem stendur, er ENGINN að gæta þinna hagsmuna í undirbúningsvinnu fyrir breytingar á kvótakerfinu.
Ég hef um allnokkurt skeið, eða síðan ég sat fundinn á Grand hótel, beðið eftir hallarbyltingu innan LÍÚ. Hún hefur látið á sér standa. Loksins virðist þó vera að rofa til ef marka má nýjustu fréttir af Útgerðarfélaginu Guðmundi Runólfssyni hf. á Grundarfirði. Ég tek ofan fyrir mönnum þar á bæ og skora á þig ágæti útvegsmaður, að gera slíkt hið sama; senda LÍÚ fingurinn og rétta þjóðinni sáttarhönd.
Virðingarfyllst.
Aðalheiður Ámundardóttir meistaranemi í lögfræði.
500 tonna skötuselskvóta úthlutað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 764091
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hva, nennir enginn að kommenta eða er enginn sammála? LÍÚ eru engin heilög sannindi en eru hagsmunasamtök eins og þú Nilli minn, bara berjast áfram báðir tveir um kvótann. Aldrei að vita hver vinnur.
Valmundur Valmundsson, 2.4.2010 kl. 01:53
Níels: Veit einhver hve mikið af fiski er á leigumarkaði ?, eða veit einhver hve margir bátar gera út kvótalausir á leigukvóta?, og vita men hverjir leigja frá sér mestan kvótann, mér þætti fróðlegt að sjá stærðir þær sem um er að ræða, og ef þeir leigja frá sér kvótann hvaðan fengu þeir hann, var hann keyptur, eða fengu þeir úthlutað?.
Magnús Jónsson, 2.4.2010 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.