4.4.2010 | 11:44
Svívirta þjóð
Nú er ekki lengur reiknað eftir því, hversu mörgum var banað í einu höggi. Nú skoðar íslenzk þjóð samvisku sína og samtíð í þeim skugga sem hún stendur í eftir tuttugu og sex ára tímabil kvótakerfis í fiskveiðum og bilaðri ráðgjöf fiskifræðinga. Við sjáum þar mikla lesti en kosti fáa, ástríður og syndir nútíðar í fornaldar gerfi.
Hjörtu okkar eru furðu lík í dag og á þeirri þrettándu þegar Sturlungar óðu uppi með báli og brandi um allar sveitir landsins og blóðið lak í straumum, hver höndin upp á móti annari, ástríðurnar æstar og taumlausar, bölvun styrjaldar var steypt yfir okkar land, innlendir smákóngar og héraðshöfðingjar bárust á banaspjótum.
Erlendur konungur hafði öll tögl og haldir á Sturlungum og sat um að ná af þjóðinni dýrmætustu sameign þeirra , frelsi og sjálfstæði landsins. Sjálfstæði Íslands fór þar fyrir lítið, kyrkt í vélráðum, kæft í blóði. Sturlungaöld var ein sú mesta ógæfuöld sem á Íslenska þjóð hefur dunið, en það nöturlegasta er, sú staðreynd að þetta voru sjálfskaparvíti og landsmenn sinnar eigin ógæfusmiðir.
Það er margt sérkennilega líkt með Sturlungaöldinni og því tímabili sem liðið er eftir að kvótakerfið hélt innreið sína í Íslenzkan sjávarútveg. Það voru ekki Sturlungar frá þrettándu öld sem riðu um sveitir og héruð Íslands með vopnaskaki og manndrápum heldur sjálf skipaðir Sturlungar auðvaldsins með tilstyrk meirihluta Alþingis Íslendinga sem sat í skjóli hæpins meirihluta þjóðarinnar.
Menning hræðslu og tortryggni sækir á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 763844
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér, sérstaklega í lokakaflanum.
Við megum samt ekki spila með þeim seku í hruninu er þeir segja: "við létum öll glepjast; við tókum öll þátt í sukkinu".
Staðreyndin er sú að íslenskur almenningur er fórnarlamb eins mesta blekkingarskeiðs Íslandssögunnar, sem leiddi til eins mesta peningaráns sögunnar. Allt í boði þeirra embættis og ráðamanna sem dekruðu auðmennina, þessa Sturlunga nútímans.
Hvernig mátti þetta svo gerast frami fyrir augum almennings, án þess að við spyrntum við fótum? Jú við búum í stjórnarfarslega fasísku ríki þar sem kjörnir fulltrúar taka sér alræðisvald yfir þegnunum og skáka í skjóli þess að valdið sé þeirra.
Við erum með valdafyrirkomulag sem hefur allt verið gert til þess að koma í veg fyrir að almenningur nái til mistækra ráðamanna. Kjósendum er bara sendur tónninn: "þið getið bara látið okkur vita í næstu kosningum ef þið eruð ekki sátt". En þá er yfirleitt skaðinn skeður og afleiðingarnar sendar til inn á heimili landsmanna í formi íþyngjandi skatta. Þannig axla þessir menn ekki ábyrgð heldur kenna kjósendum sínum um ef illa fór.
Það sorglega er að við höfum alla tíð beygt okkur undir þetta valdafyrirkomulag í auðmýkt þrælsins. Þrátt fyrir að við séum komin á 21 öldina erum við enn að láta meðhöndla okkur eins og kotbændur undir hælnum á höfðingjunum. Við gerum ekkert í málinu og þar liggur fyrst og fremst sekt okkar sem þjóðar.
DanTh, 4.4.2010 kl. 13:07
Þetta er allt undir okkur sjálfum komið og við getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt af við erum lengi ósátt við eigin stjórnvöld.
Hins vegar verðum við að átta okkur á því ef umræðan breytist og nú er svo komið að fólkið er farið að taka undir kröfur okkar sem viljum frjálsar veiðar og byggja þar með upp á ný þær hálfeyddu byggðir sem undir banahöggið voru leiddar þegar tekin var ákvörðun um að þjóðareigninni yrði skipt á milli góðvina póltíkusanna.
Árni Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 11:30
Sæll Nilli.
Þessi sama samlíking hefur verið mér ofarlega í huga undanfarin misseri. Sturlung peningaaflanna er dýrkeypt fyrir þjóðina, þ.e. almenning.
Hin hliðin og sú kómíska er orðið: "Útrásarvíkingur".
Ólíkt innrásarvíkingum, sem ráðast inn í önnur samfélög, ræna og koma með ránsfenginn heim, er hátterni Útrásarvíkinga það að ræna sína eigið samfélag og koma ránsfenginum einhvað annað.
Það að okkur, almenningi, kjósendum skuli svo vera kennt um, er svo kanski bara dæmigert. Lýsandi viðbrögð samfélagshópa sem þurfa að fá mikil laun fyrir "mikla" ábyrgð.
Sigurður Jón Hreinsson, 5.4.2010 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.