21.4.2010 | 16:14
Fiskifræði í herkví kvótahagsmuna
Fiskveiðistjórn með kvótasetningu leiðir að mati Menakhems Ben-Yami óhjákvæmilega til þess að fiskveiðiréttindi safnist á fárra hendur með þeim alvarlegu afleiðingum, að þegar menn neyðist til þess að skera niður kvóta leiki það minni útgerðirnar afar grátt.
Þetta getur að hans mati haft afar djúpstæðar afleiðingar fyrir staðbundin samfélög og jafnvel heilu menningarsvæðin.
Sjómenn séu umvörpum gerðir að brotamönnum og meðafli í tegundum, sem ekki hafi verið kvótasettar, verði áberandi. Þetta grafi undan heiðarlegum fiskveiðum og leiði til ólögmætra aðgerða eða lögbrota þegar val sjómanna standi á endanum aðeins um að bera lítið úr býtum eða hætta.
Ben-Yami telur að fiskifræðin hafi brugðist meðal annars með því að fjarlægjast líffræði og vistfræði hafsins eins og hann tíundar í sjávarfréttablaðinu Fishing News 9. apríl síðalstiðinn.
Þekking fiskilíffræðinnar, lífeðlisfræðinnar og vistfræðinnar ásamt þekkingu á hegðun og umhverfi gefur okkur færi á að stjórna veiðum á réttum fisktegundum á réttum tíma og réttum stöðum.
Það mun sannast að fiskveiðistjórnun á slíkum grunni er mun skilvirkari heldur en mælingar á magni og stofnstærð, segir Ben-Yami í viðtali við Fishing News nýverið.
Ben-Yami er fyrrum skipstjóri, fiskifræðingur og ráðgjafi FAO.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.4.2010 kl. 12:36 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 763844
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Erum við ekki búnir að vera að tala um brottkastið og löndunarsvindlið í mörg ár? Kannski að menn taki meira mark á "sérfræðingi" frá útlöndum.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.4.2010 kl. 16:53
Og gleymum því ekki að það er vegna íhlutunar Jóns Kristjánssonar fiskifræðings sem þetta viðtal við Ben-Yami fær pláss í DV.
Ef við hefðum tök á því að skipta Jóni Kristjánssyni inn á í stað Jóns Bjarnasonar yrði bylting í efnahagsmálum okkar og sú bylting myndi hefjast á landsbyggðinni.
Jón Bjarnason trúir því að stofnanir séu óskeikular og æðri allri annari þekkingu sem byggir á reynslu.
Árni Gunnarsson, 21.4.2010 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.