Leita í fréttum mbl.is

Sörli fann Eldeyjar hinar nýju

neðansjávar eldgos

Við Ísland hafa neðansjávargos verið alltíð, ekki síst á Reykjaneshryggnum. Mun sjaldgæfara er þó að eyjar myndist í slíkum gosum. Í latínuriti frá 1230 er þess getið að „á vorum dögum“ hafi sjórinn ólgað og soðið og myndað stórt fjall upp úr sjónum.

Talið er að þessi lýsing eigi við gos það sem íslenskir annálar telja hafa orðið undan Reykjanesi árið 1211. Í einum annál segir um það gos:

„Sörli fann Eldeyjar hinar nýju, en hinar hurfu er alla ævi höfðu staðið.“ Þá segir frá eldsumbrotum undan Reykjanesi 1422: „Skaut þar landi upp, sem sjá má síðan þeir, er þar fara um síðan.“

islandskort gubrands biskups þorlakssonar

Þá eru sagnir um neðansjávargos við Reykjanesskaga árið 1583 sem myndað hafi Gígeyjar og sjá má á Íslandskorti Guðbrands biskups Þorlákssonar. Þar er Eldey sýnd og Geirfuglasker SV af henni, en Gígeyjar SSA af Eldey.

 


mbl.is Skjálftahrina við Eldey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Nú vantar bara stórgos á Reykjanesinu.

Dingli, 8.5.2010 kl. 12:21

2 Smámynd: Anna Ragnhildur

Takk fyrir þetta Níels. Áhugaverðar upplýsingar!

Kannski væri best að fá allt atvinnulausa fólkið okkar til Akureyrar til að stækka þar flugvöllinn hið snarasta. Ef það færi að gjósa þarna gæti Kef dottið úr umferð um tíma... Eða ef Eyjafjallajökull heldur áfram í 2 ár eins og síðast.

Anna Ragnhildur, 9.5.2010 kl. 22:33

3 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Góður Nilli.

Valmundur Valmundsson, 10.5.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband