Leita í fréttum mbl.is

Hver er stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum ???

105_0555Ég fór inn á heimssíðu Samfylkingarinnar, http://xs.is/ og sló inn í leit: "sjávarútvegsmál" en því miður fann leitarvél Samfylkingarinnar ekki neitt yfir sjávarútvegsmál. Ég brá því á það ráð að lesa stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar en fann ekkert um sjávarútvegsmál þar heldur. Það sem ég fann og er hugsanlega eitthvað sem snýr að sjávarútvegi læt ég hér með fylgja neðanmáls með góðfúslegu leyfi hlutaðeigandi. Ef einhver nennir að lesa meðfylgjandi punkta þá væri gott að fá að vita hvað viðkomandi veit um sjávarútvegsstefnu Samfylkingarinnar.

Auðlindir og umhverfi - Framtíðin krefst svara - Auðlindanýting í sátt við umhverfið.

Samfylkingin telur að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Eðlilegt endurgjald fyrir afnot af þeim á að renna til þjóðarinnar.

Náttúran og náttúruauðlindir  

  • Villt íslensk náttúra er auðlind, hún er hluti af efnahagsstarfsemi þjóðarinnar og hafa má af henni verulegar tekjur og/eða annan ávinning nú og í framtíðinni. Af þessum sökum ber að líta á náttúruvernd sem eina aðferð við nýtingu náttúruauðlinda.
  • Ganga ber út frá því að tilgangur auðlindanýtingar sé að auka velferð þeirra sem í hlut eiga. Ef aukin auðlindanýting eykur velferð einhverra án þess að skaða velferð annarra er hún í eðli sínu sjálfbær.
  • Náttúruauðlind sem virðist fela í sér lítil verðmæti í dag gæti orðið verðmæt á morgun. Ef stjórnvöld ákveða að færa tiltekna náttúruauðlind sem skilgreina má sem almenning ótímabundið yfir í einkaeign, kann samfélagið að afsala sér möguleika til að afla tekna til samfélagsverkefna í framtíðinni. Það er því ekki í anda sjálfbærrar þróunar að breyta þjóðareign í einkaeign, heldur ber að veita af henni tímabundinn afnotarétt.

Ef litið er til stærðar landsins og íbúafjölda er Ísland er afar ríkt af náttúrurauðlindum og skynsamleg nýting þeirra hefur átt drjúgan þátt í að skapa forsendur fyrir almennri efnahagslegri velmegun í landinu. Á undanförnum áratugum hefur mikið verið fjallað um stjórnun auðlindanna og sanngjarna skiptingu þess afraksturs sem fellur til við nýtingu náttúruauðlinda í almannaeign.

Skipan þessara mála hefur á margan hátt verið ófullnægjandi og óviðunandi séð fá bæjardyrum jafnaðarmanna. Þó þekking á náttúru landsins sé talsverð, og hafi aukist mikið á undanförnum árum, kemur oft upp sú staða að ekki er hægt að sjá fyrir allar afleiðingar tiltekinna framkvæmda. Í slíkum tilvikum ber að líta til varúðarreglunnar sem fram kemur í Ríó-yfirlýsingunni frá 1992 en samkvæmt henni á náttúran að njóta vafans og áform um framkvæmdir að víkja þar til meiri þekkingar hefur verið aflað.

Það er sífelldum breytingum undirorpið hvaða náttúrugæði má nýta í efnahagslegum tilgangi, en almennt verða sífellt fleiri þættir náttúrunnar liður í efnahagsstarfsemi landamanna. Það er því nauðsynlegt að skapa nýtingu náttúrurauðlinda lagaumgjörð sem tekur mið af þessum sífelldu breytingum og tekur jafnframt ríkt tillit til jöfnuðar í samfélaginu.

Í þessari greinargerð hefur verið leitast við að svara nokkrum grundvallarspurningum um nýtingu náttúruauðlinda og hvaða leiðir séu færar til að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra og sem jafnasta skiptingu afraksturs þeirra. Það er von vinnuhópsins að þessi umfjöllun sé upplýsandi og gefi forsendur fyrir skapandi pólitískri umræðu um eitt mikilvægasta viðfangsefnið í íslenskum stjórnmálum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband