23.7.2010 | 08:57
Sorgarsaga - misheppnuð stjórn rækjuveiða við Ísland
Stjórn rækjuveiða við Ísland er sorglegt dæmi um hvernig fer þegar menn reyna að taka völdin af náttúrunni og reyna að hafa áhrif á framvindu dýrastofna. Menn hafa verið að "spara" stofnana í þeirri trú að þá mætti veiða seinna. Nú er svo komið að rækjuveiðar við landið eru nánast aflagðar.
Innfjarða er aðeins leyft að veiða við Snæfellsnes og er tillagan fyrir komandi ár 450 tonn. Þegar best lét, 1996 og 97 var afli innfjarðarækju um 10 þús tonn. Því hefur verið kennt um að þorskur og ýsa hafi étið upp rækjuna. Nú er hvergi veitt svo þetta rækjuát fær að fara fram í friði og ró.
Afli úthafsrækju hefur farið úr liðlega 60 þúsund tonnum 1996 niður í nær ekki neitt í fyrra. Samt hefur verið gefinn út 7 þúsund tonna kvóti í nokkur ár, sem ekki hefur verið veiddur því kvótahafar hafa notað hann í brask. Veiðar á úthafsrækju nú verið gefnar frjálsar, tími til kominn.
Þessar stjórnunartilraunir eru grátlegar vegna þess að vísindamenn í öðrum löndum, Noregi t.d, hafa verið sammála um að rækjuveiðar væru löngu hættar að vera arðbærar áður en stofninn kæmist í hættu. Um nokkurt skeið hafa einungis örfá skip verið á Flæmska hattinum þó nóg sé þar af rækjunni og veiðar nær frjálsar. Með hækkandi olíuverði og fallandi rækjuverði borgar sig ekki lengur að gera út.
Fiskskiljur voru skyldaðar við úthafsrækjuveiðar í kring um 1996. Tilgangurinn var að vernda þorsk. Ég varaði Hafró við þessu á þeim tíma vegna þess að reynslan var slæm frá Noregi:
Fyrst töpuðu sjómenn þriðjungi tekna vegna þess að ekki var lengur neinn meðafli. Þá fór rækjuafli minnkandi og annar þriðjungur tekna tapaðist. Sjómenn kenndu því um að nú fengi fiskurinn, sem þeir áður veiddu að éta rækjuna óáreittur.
Eftir að skiljurnar voru teknar í notkun við Ísland fór afli hratt minnkandi. Hvort þarna sé samhengi á milli er ekki víst, en rækjudeildin á Hafró kenndi afráni þorsks og ýsu um minnkun stofnsins og hefur gert það æ síðan. En áfram fær þorskurinn að éta óáreittur, - það er nefnilega verið að byggja upp þorskstofninn.
Myndin sýnir afla úthafsrækju frá 1987, svarta línan, aflaráðgjöf Hafró, rauða punktalínan og útgefinn kvóta, gula línan. Hér sést að farið hefur verið nákvæmlega eftir ráðgjöfinni allan tímann að frátöldum síðustu árum þegar farið var að braska með kvótann.
Hér eru nokkrar klausur úr ástandsskýrslu Hafró sem sýnir örvæntingu rækjudeildarinnar:
...... "Í líkaninu er gert ráð fyrir að náttúruleg dánartala af völdum þorsks sé í réttu hlutfalli við magn þorsks á rækjusvæðinu. Í líkaninu voru notaðar niðurstöður úr mismunandi stofnmælingum sem mælikvarði á afrán þorsks á rækju.
Niðurstöður stofnmatslíkansins benda til að rækjustofninn sé í mun verra ástandi en stofnmæling úthafsrækju bendir til. Munurinn virðist tengjast nýliðunarvísitölum en eins og sést á mynd 2.27.4 hefur nýliðun rækju undanfarin 5 ár verið mjög lítil. Þessi lélega nýliðun getur engan veginn haldið stofninum í stöðugu ástandi eins og niðurstöður SMR gefa þó til kynna. Samband nýliðunar og nýliðunarvísitalna virðist því flóknara en talið hefur verið og þarfnast það frekari rannsókna. Af þessum ástæðum var ákveðið að byggja ráðgjöf næsta fiskveiðárs ekki að fullu á stofnmatslíkaninu.
Niðurstöður SMR árið 2009 benda til að stofninn sé lítill, afrán þorsks er talið frekar mikið og nýliðun virðist áfram vera léleg eins og verið hefur undanfarin ár. Sókn í stofninn hefur verið mjög lítil undanfarin ár og skýrir það að vísitala kvendýra hefur vaxið og er í meðallagi, þrátt fyrir mikið afrán þorsks. Þó virðist þorskurinn síður éta stóru rækjuna.
Í ljósi ofangreindra upplýsinga telur Hafrannsóknastofnunin að ekki séu forsendur fyrir breytingu á aflamarki og leggur til að heildaraflamark úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2010/2011 verði 7 000 tonn, sem er sama aflamark og lagt var til fyrir síðustu fjögur fiskveiðiár. Náist sá afli mun það verða umtalsverð aflaaukning frá því sem verið hefur undanfarin 5 ár. "......
Þetta er vægast sagt ömurleg lesning. Ég vona að ráðherrann fari ekki að stöðva rækjuveiðar þó þær fari verulega fram úr ráðgjöfinni. Einnig að hann aflétti skyldunni um þorskskiljur og haldi meðafla utan kvóta. Það ætti að verðlauna menn sem veiða þorsk sem étur frá okkur rækjuna.
Grein eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.