29.7.2010 | 15:19
Martröð þeirra er draumur okkar
Strax frá bankahruni var ljóst að ekkert myndi breytast á Íslandi. Áfram skiptist þjóðin í nokkrar klíkur.
Áfram ræður skotgrafahernaður ríkjum.
Áfram eru allir sannfærðir um að ekkert sé þeim að kenna. Ef þú ert á móti Jóni Ásgeiri ertu með Davíð Oddssyni og ef þú ert hlynnur Evrópusambandinu ertu Samfylkingarblesi.
Allir eru liðstreyjum og ef þeir neita að klæðast þeim er þeim troðið í þær.
Það sem blasir við á Íslandi er að þeir sem stjórna njóta ekki trausts. Afsprengi þess er að allir telja sig hafa lausnina. Útkoman verður borg full af besservissum sem vita allt best.
Í tíu sinnum fjölmennari löndum á Norðurlöndunum eru ráðherrarnir taldir í tugum.
Á Íslandi eru að minnsta kosti hundrað þúsund forsætisráðherrar.
Allir vita betur og auðmýktin er engin.
Ímyndið ykkur samfélag þar sem nokkur hundruð manns sjá um að stjórna og sjá til þess að farið sé að lögum og reglu og að það sem aflaga fór verði gert upp með réttlátum hætti.
Á þeim ríkir traust, þannig að afgangur landsmanna getur einbeitt sér að því sem skiptir máli í lífi hvers og eins. Hætt að eyða öllum stundum í tuð og væl.
Eina alvöru hugmyndin að breyttu samfélagi á Íslandi sem komið hefur eftir bankahrun er að við verðum hluti af Noregi.
Þeir státa af miklum auð og góðu og réttlátu samfélagi.
Hluti af olíusjóðum Norðmanna fer í að greiða upp skuldir Íslands og við verðum felld undir norska stórþingið og fáum þar fulltrúa í hlutfallslegu samræmi við fjölda okkar.
Með þessu móti myndum við í fyrsta skipti stoppa í stóra gatið sem býr til flest okkar vandamál. Smæðina.
Loks yrði fólk ráðið á faglegum forsendum og ákvarðanir yrðu ekki teknar vegna þess að Gunni frændi er svo góður gæi og Gunna frænka á inni greiða.
Við gætum hvert og eitt unnið okkar dagsverk og lagst til hvílu á kvöldin í þeirri vissu að ákvarðanir væru teknar með faglegum hætti og að við værum hluti af norðurlöndum nútímans, sem eru bestu samfélög sem mannkynssagan hefur boðið upp á.
Félagslega réttlát og mannúðleg.
Ég vildi gjarnan vera svo bjartsýnn að telja að þessi umræða yrði tekin af stjórnmálamönnum, en það gerist ekki.
Enginn vill útrýma starfinu sem tryggir þér örugga afkomu næstu fjögur árin.
Martröð íslenskra stjórnmálamanna er að þeir verði lagðir niður.
En martröð þeirra er draumur okkar hinna.
Grein eftir Sölva Tryggvason: Birt með leyfi höfundar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 764115
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er prýðispistill þótt ekki sé ég sammála því að við segjum okkur til sveitar í Noregi. Það er hægt að byggja upp gott samfélag á Íslandi, en til þess þarf að lofta ærlega út.
Reynslan í Uruguay gæti kennt okkur talsvert. Eftir kreppu og AGS beið þjóðin í tvo áratugi eftir siðbættu kerfi en það breyttist ekkert. Sömu flokkarnir, klíkurnar og spillingin. Þá gafst almenningur upp og gerði eins konar byltingu.
Þetta var friðsöm og lýðræðisleg menningarbylting, þar sem gömlu valdaklíkunum var komið frá. Alls staðar þar sem pólitísk spilling hafði hreiðrað um sig var henni úthýst. Á undraskömmum tíma varð til nýtt og manneskjulegra samfélag. Síðan þá hefur allt verið á uppleið.
Hér á Íslandi verður þetta líklega svipað. Það er ekki nóg að setja ný nöfn á framboðslistana, ekkert breytist fyrr en búið er að losna við ítök allra gömlu flokkana, alls staðar í kerfinu. Spurningin er hvort að það taki okkur 20 ár að sjá að óbreytt kerfi mun aldrei skapa Nýja Ísland.
Haraldur Hansson, 29.7.2010 kl. 17:12
Hvernig væri að losna út úr þessu ruggli,
bjóða Norðmönnum Ísland + skuldir, og við
losnum við skuldirnar af bakinu og gerumst
Norðmenn. Einfalt og þægilegt, þá geta
allir farið út í smábáta útgerð.
það er gott að vera Norðmaður í dag.
Aðalsteinn Agnarsson, 29.7.2010 kl. 17:31
Sæll Haraldur.
Takk kærlega fyrir gott innleg.
Nei við höfum engan tíma í að bíða í 20 ár, þetta verður að gerast á þessu ári ef ekki þá er bara um tvennt að velja, ríkjasamband við Noreg eða uppreisn.
Ekki förum við inn í EB svo mikið er víst.
Níels A. Ársælsson., 29.7.2010 kl. 17:32
Sæll Aðalsteinn.
Ég á þá ósk heitasta að við göngum í ríkjasamband við Noreg.
Ég veit það innst inni og hef fengið að reyna á eiginn skinni að elítunni á Íslandi er alls ekki treystandi fyrir horn.
Níels A. Ársælsson., 29.7.2010 kl. 17:36
Níels, Noregur er eina vitið. Ef ekki, þá tekurðu mig með í uppreisn.
Aðalsteinn Agnarsson, 29.7.2010 kl. 23:43
Þakka góða grein.
Hörður Halldórsson, 1.8.2010 kl. 09:52
Níels, fáðu fólkið þarna í þorpunum til að
róa, allir sem einn. Þetta var gert einu sinni
í Vestmannaeyjum, Túri Boga fékk okkur
til að róa allir sem einn, Haldór Á. hótaði okkur
öllu illu, en stóð ekki við eitt einasta orð.
Aðalsteinn Agnarsson, 6.8.2010 kl. 08:41
Níels, hvers eiga Norðmenn að gjalda? Þetta er sama umræða og þegar hópur manna sögðu fyrir nokkrum mánuðum: "Tökum upp norsku krónuna, sligum efnahag Noregs, látum Norsarana draga okkur upp úr eigin skít". En það gleymdist að spyrja Norðmenn hvort þeir vildu nokkur hirða mengaðar leifar íslenzkrar fjármálafávizku og svo loks þegar Íslendingar með Sigmundi Davíð sem gauksmóðurina í fararbroddi ætluðu að halda innreið sína í norska seðlabankann, þá sögðu Norðmenn einfaldlega NEI. Og þar við sat.
Íslendingar geta ekki endalaust þurrkað af skónum á öðrum þjóðum. Og að gerast aðili að ESB er ver farið en heima setið. Ríkisstjórnin og embættismannakerfið fengu tækifæri 2009 að hreinsa til, en í staðinn hefur sorpið fengið að aukast til muna, því að enginn nennir að fara út með ruslið.
Vendetta, 8.8.2010 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.