25.1.2007 | 01:45
Upplogið verð á kvóta orsakar hátt fiskverð !
Spilafíkn í kvótakerfinu?
Nú er til umfjöllunar spilafíkn sem afleiðing af spilakössum hérlendis. En
hvað með spilafíkn vegna framkvæmda á lögum um stjórnun fiskveiða?
NÝ KYNSLÓÐ viðskiptamanna; siðblindir (Psychopatar: kallað í réttarkerfinu
geðvilla) spretta upp í viðskiptalífinu víða um heim ef marka má grein í
viðskiptablaðinu "Fast Company". Greinin heitir "Is your Boss a Psychopath?"
Þar er vitnað í 71 árs gamlan prófessor við UBC háskólann í Vancouver
Kanada, Robert Hare.
Hann er þekktur glæpasálfræðingur og hefur stundað rannsóknir á nýjum
tegundum glæpa, viðskiptaglæpum. Hare hefur unnið náið með FBI og lýsir hann
forstjórum á borð við Enron og World Com, hinum dæmdu, Bernard Ebbers og
Andrew Fastow, sem siðblindum, kaldrifjuðum einstaklingum.
"Þeim er sama um tilfinningar annarra !
Í þessum mönnum finnst hvorki sektarkennd né eftirsjá.
Þeir sjá ekki sársaukann sem að þeir hafa valdið öðru fólki og sjá ekki að
þrátt fyrir að einstaklingar missi aleiguna hafi það haft eitthvað með
siðleysi þeirra sjálfra að gera."
Siðblindir raða svo öðrum "veikum" einstaklingum svo sem starfsmönnum,
eiginkonum og kærustum í kringum sig. Alltaf er það fólk með lágt sjálfsmat.
"Fólk á að haga sér vel og af virðingu gagnvart þeim. Leikarahæfileikar
þeirra eru einstakir og þeir hrífa okkur með sér til þess eins að hafa okkur
að leiksoppum," segir Hare, "þeir eru nefnilega svo "likable", Psycopatarnir!
Þeir setja upp grímur og laða að sér fólk eins og í dáleiðslu. Þeir eru
hjartalausir tækifærissinnar sem eins og listamenn laða fram myndir sem eiga
sér enga stoð í raunveruleika heilbrigðs fólks.
Þeim leiðast rútínur, þurfa stanslausa örvun og að eignast fleiri fyrirtæki,
tæki og tól sem koma þeim hraðar en öllum öðrum á toppinn. Tilgangurinn er
annar en okkur virðist í fyrstu nefnilega sá að ganga frá öðrum í leiknum,
að sigra "leikinn".
Siðleysinginn er nefnilega ekki í viðskiptum, hann er í leik. Mesta nautnin
er að ná valdi á öðru fólki oft til þess eins að svívirða það síðar. Það er
nautn að niðurlægja annað fólk, jafnvel þá sem að þeir þykjast elska. Þeir
elska ekki en þrífast á illskunni og hatrinu í sér.
Hare skilgreinir nýja kynslóð manna í viðskiptaumhverfi 21. aldarinnar.
"Þeir eru snöggir, njóta almenningshylli en búa yfir eyðandi, rótlausum,
samviskulausum, siðlausum eiginleikum sem koma þeim áfram í viðskiptum."
Lygar, bakstungur, svik, undirförli, kvenfyrirlitning, sjálfhverfa og illska
hafa engar merkingar í þeirra hugarheimi aðrar en þær að komast áfram á
toppinn og eignast meira og ná lengra í viðskiptum.
Þeir kaupa starfsmenn og konur og eru samkvæmt "Fast Company" áhrifamiklir í því...
þeir ná gríðarlegum árangri í að sannfæra hinn auðmjúka lýð um að þeir séu snillingar,
að þeim sé treystandi og að þeir vinni af góðmennsku en ekki græðgi."
Undirlægjurnar !
Lögfræðingar, endurskoðendur, forstjórar sem og stjórnarformenn, stjórnir og
fjölmiðlamenn leggjast undir siðblindingjana eins og auðmjúkir þjónar.
Það reynir verulega á samfélags- og siðferðisþroska þeirra sem ákveða að vinna
fyrir, búa með eða giftast slíkum mönnum.
Martha Stout sálfræðingur hjá Harvard Medical School sem rannsakað hefur
útmörk mannlegrar hegðunar segir að það sé frísku fólki ekki tamt að trúa að
til séu menn svona langt frá því sem heilbrigður maður kallar að vera "góð
manneskja". Að einhver geti villt svona á sér heimildir, verið svona
"illræmdur" en samt verið opinberlega virtur er óhugsandi frísku fólki.
Spennan og leikurinn hjá siðleysingjanum snýst um ánægjuna yfir því að særa
og skemma fyrir öðrum. Hann notar fyrirtækið sem tæki til þess að mata
sjúkdóminn en hefur sjaldnast hagsmuni fyrirtækisins sjálfs í huga. Það
skiptir ekkert annað máli en "illmennið" í honum sjálfum sem öskrar á spennu
og viðskiptasigra.
"Láttu ekki hól og smjaður þeirra virka djúpt á þig. Þeir eru að leika á
þig. Þegar þeir setja á þig titil (svo sem framkvæmdastjóri, vaktstjóri,
grænmetisyfirmaður, sölustjóri, fjármálastjóri, símastjóri eða bílstjóri)
láttu það ekki á þig fá það er engin innistæða önnur en sú að þú þrælir þér
út fyrir þá áfram.
Ef vald þeirra gengur út yfir það sem þér finnst heilbrigt, forðaðu þér.
Taktu aldrei þátt í að mata sjálfhverfu og illsku siðleysingjans.
Ef þú óttast manninn, ekki rugla því saman við virðingu.
Komdu í veg fyrir persónulegt heilsufarstjón og forðaðu þér en mundu að hann
(psychopatinn) mun aldrei þola að sjá að þér líði vel hafir þú sýnt þann
styrk að yfirgefa hann eða fyrirtækið.
Hann mun gera allt til þess að rústa mannorði þínu," segir Martha.
Svona menn eru víða í viðskiptalífinu. Þú vinnur jafnvel fyrir þá eða ert
svo óheppin að vera gift einum. Börn alkóhólista þurfa að vera sérstaklega á
varðbergi því sjálfsmat þeirra er oft á tíðum brenglað.
Dæmt fólk eða ólánsfólk leitar að upphefð hjá svona psychopötum
vegna eigin vanmáttar. Psychopatar virka svo góðir og klárir og með
því að drepa samkeppnina og tela og svíkja verða þeir oft efnamiklir.
Sem dæmi um kalrifjaðan siðblindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem
Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma sögunnar. Rockefeller
opinberaði sjúklegt ástand sitt með orðunum: "God gave me my money."
Tilvitnun í grein úr "Fast Company" lýkur hér en lesandinn getur vel fyrir
sér spurningunni hvort eitthvað af þessum lestri á við um þá sem svífast
einskis í tilfærslum aflaheimilda í einkagróðaskyni.
Þegar stórt er spurt er fátt um svör.........
Mikil hækkun á fiskverði á einu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:50 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar persónur psychopatar var mér sagt þegar ég var að læra geðsjúkdómafræði, væru þeir allra hættulegustu einstaklingarnir í þjóðfélaginu, því fólk hrífst af þeim í upphafi, þeir búa svo um hnútana að þeir eru komnir með mikil völd.
Því miður, þá hef ég séð þessar persónur í miklum stjórnunarstörfum, ekki bara í fyrirtækjum, jafnvel í stjórnmálum heldur því miður innan íþróttahreyfingarinnar. Nöfn mun ég ekki nefna.
Eins og greinin þín segir, þá er það þeir sem eru með minnsta sjálfsmatið sem eru sammála þessum einstaklingum og þeir geta hreynlega misnotað aðstöðu sína. ÉG ætla ekki að gera lítið úr þeim sem hafa lélegt sjálfsmat, það er ekki þeim að kenna. Best væri að skólakerfið byði nemendum upp á sjálfstyrkingu. Það gæti líka breytt hegðun unglinga m.t.t. fíkniefnaneyslu, þeir geta t.d. frekar sagt nei.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 30.1.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.