7.9.2010 | 14:12
Sannleiksnefnd um kvótakerfið
Áður en Alþingi fer að fjalla í alvöru um væntanlega skýrslu nefndar Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um endurskoðun kvótakerfisins er nauðsynlegt að sett verði á laggirnar SANNLEIKSNEFND sem fái heimild til að kalla til sín fyrrum og núverandi sjómenn, fiskverkafólk og útgerðarmenn.
Eftir því sem frést hefur þá virðist svo vera sem störf endurskoðunarnefndarinnar hafi öll miðast við að keyrt verði áfram á AFLAMARKSKERFI við stjórn fiskveiða með öllum þeim stórfeldu göllum sem því fylgja.
Allir sem til þekkja og hafa unnið í sjávarútvegi á Íslandi frá upptöku kvótakerfisins vita og þekkja að eigin raun um þá gríðarlegu spillingu og sóun sem aflamarksleiðin þvingar einstaklinga og fyrirtæki í.
Brottkast og kvótasvindl er landlæg plága í kvótakerfinu sem ekki hefur tekist að vinna á enda hvatinn til lögbrota innbyggður í kerfið.
Eins og oft og iðurlega hefur komið fram í fjölmiðlum þá hafa allir þeir sem tjáð hafa sig opinberlega um galla kvótakerfisins verið hund eltir og hrópaðir niður sem illgjarnir ósannindamenn.
Það er algjört skilyrði að mínu mati að Alþingi skipi sannleiksnefnd sem yfirheyri hlutaðeigandi aðila um allt er lýtur að lögbrotum í kvótakerfinu og þeim aðilum sem koma fyrir nefndina verði veitt algjör friðhelgi.
Eftir að sannleiksnefndin lýkur störfum sem ekki ætti að taka nema örfáar vikur þá fyrst er hægt að ræða í fullri alvöru um hvaða aðferð við notum við stjórn fiskveiða í framtíðinni.
LÍÚ mun vinna að útfærslu samningaleiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 763790
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er býsna mikið til í þessu.
Engin ástæða er þó til að vera bjartsýnn á það að þeir sem mest hafa haft sig í frammi við að verja óréttlætið og forgang að þessari auðlind kæri sig hætis hót um einhvern sannleika.
Árni Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.