27.9.2010 | 11:25
Innköllun aflaheimilda
Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur birt niðurstöður könnunar þar sem spurt var um álit fólks á því að afturkalla fiskveiðiheimildir. 70,9% svarenda sögðust vera frekar eða mjög hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. 18,8% eru andvígir hugmyndunum og 10,3% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg málinu. Þetta er nokkur breyting frá könnun MMR í febrúar 2009 þegar 61% svarenda sögðust fylgjandi afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Eins og venjulega er nokkur munur á afstöðu ólíkra hópa til málsins. Til dæmis sögðust 82% þeirra sem eru fimmtugir og eldri vera hlynntir hugmyndinni samanborið við 71% í aldurshópnum 30-49 ára og 54% í aldurshópnum 18-29 ára. Þó ber að líta til þess að í öllum aldurshópunum voru þeir sem sögðust hlynntir hugmyndinni mun fleiri en þeir sem sögðust henni andvígir."
73,7% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu sögðust fylgjandi því að yfirvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 66,4% þeirra sem búa úti á landi," segir ennfremur. Þá sögðust 16,0% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera andvígir hugmyndinni um endurúthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 23,3% íbúa landsbyggðarinnar. Af þeim sem styðja núverandi ríkisstjórn eru 93,3% sem sögðust hlynntir því að að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Meðal þeirra sem segjast ekki styðja ríkisstjórnina voru 51,9% sem sögðust fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 35,0% þeirra voru því andvígir."
Síðan kemur í ljós verulegur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka. Þannig sögðust 38,3% sjálfstæðismanna hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 43,4% þeirra sögðust andvígir. 59,1% framsóknarmanna sögðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 27,3% þeirra sögðust andvígir. 93% stuðningsfólks Samfylkingarinnar kvaðst fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 2,3% þess sagðist andvígt. Þá voru 95,9% Vinstri grænna hlynntir því að stjórnvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda en 1,1% voru því andvígir. Meðal þeirra sem sögðust kjósa aðra flokka en ofangreinda voru 87,2% sem kváðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 10,5% kváðust andvígir."
Í tilkynningunni segir einnig að þegar litið sé til sambærilegrar könnunar frá því í febrúar 2009 kemur í ljós að stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda hefur aukist mikið meðal stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar. Nú segjast 93,3% þeirra sem styðja ríkisstjórnina hlynnt hugmyndinni samanborið við 74,3% í febrúar 2009. Stuðningur við hugmyndina breytist hins vegar lítillega meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn nú. Stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda eykst meðal karla og kvenna, þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og íbúa landsbyggðarinnar og í öllum aldurshópum að hópnum 18-29 ára undanskyldum."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 763849
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.