Leita í fréttum mbl.is

Kvótakerfið er versta aðförin að búsetu

skuldir og útflutningstekjur sjávarútvegsins 1985-2008

Myndin sýnir skuldir útvegsfyrirtækja í milljörðum króna (á verðlagi hvers árs). Skuldirnar námu um 500 milljörðum króna í árslok 2008 skv. framreiknuðum tölum frá Seðlabanka Íslands.

Skuldirnar hafa nálega fjórfaldazt frá 1995 sem hlutfall af útflutningsverðmæti sjávarafurða: þær námu 110% af útflutningsverðmætinu 1995 og um 400% 2008.

Kvótakerfinu var ætlað að stuðla að hagræðingu og þá væntanlega einnig að endurgreiðslu skulda, en það hefur leitt til þveröfugrar niðurstöðu, skuldasöfnunar — og að vísu einnig til eignamyndunar á móti, en fiskveiðistjórnarkerfinu var ekki ætlað að greiða fyrir áframhaldandi fjárfestingu í útvegi.

Útvegsfyrirtækin lögðu kvóta að veði einnig fyrir vafasamri skuldasöfnun utan útvegsins, stundum til að braska með gjaldeyri, og hafa því mörg misst kvótann í hendur lánardrottna.

Mörg útvegsfyrirtæki virðast í ljósi þessara talna munu þurfa að skipta um eigendur innan tíðar. Álagning veiðigjalds í tæka tíð — með því að fara gjaldheimtuleiðina, uppboðsleiðina eða afhendingarleiðina eða einhverja blöndu af öllum þrem — hefði leitt til miklu meiri og skjótari hagræðingar en átt hefur sér stað og hefði dregið úr skuldum útvegsins í stað þess að auka þær. Sjá meira um málið í greininni Framleiðni og lánsfé.

Fengið að láni af heimasíðu Þorvaldar Gylfasonar.


mbl.is Harma aðför að búsetu í Þingeyjarsýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þumalputtareglan er sú að skulda ekki meira en sem tvöfaldri veltu fyrirtækisins því má segja að sjáfarútvegur er gjaldþrota!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2010 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband