7.10.2010 | 08:30
54,7 milljarðar afskrifaðir hjá átta kvótafyrirtækjum
Í upphafi Hrunsins skuldaði sjávarútvegurinn 543 milljarða króna. Hvernig mátti slíkt verða þegar okkur var sagt að kvótakerfið ætti að tryggja hagræðingu og góðan rekstur?
Átta sjávarútvegsfyrirtæki fá nú afslátt skulda upp á 54,7 milljarða.
Okkur er sagt að það hefði verið verri kostur að láta þau rúlla en lifa. Hvers vegna? Jú, vegna þess að skuldirnar voru svo yfirgengilega háar og fyrirtækin svo stór, hvert á sínum stað að ómögulegt var að láta þau hlíta markaðslögmálunum, þar sem menn taka sjálfir ábyrgð á áhættunni sem tekin er. Tjónið af gjaldþroti yrði miklu verra en ef skuldir væru afskrifaðar.
Niðurstaða: Því meira sem tekið var að láni, því meiri voru líkur á að eigendurnir gæti sjálfir sloppið og viðhaldið lífsstíl sínum, stóru einbýlishúsunum, sumarhöllunum og ofurjeppunum. Með smávegis kennitöluflakki var hægt að ganga tryggilega frá þessu og að taka meira að segja lán til að borga eigendunum hundruð milljóna króna í arð.
Fengið að láni af heimasíðu Ómars Ragnarssonar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 764355
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skuldir útvegsfyrirtækja eiga sér tvær skýringar. Annars vegar er kvótinn takmarkaður og þess vegna mjög eftirsóknarverður vegna mikillar afkastagetu flotans. Hins vegar dældu bankarnir pening í fyrirtækin meðan lausafé þeirra var mikið. kvótaverðið rauk upp. Fjárfestingar voru nánast eingöngu í kvóta og skuldirnar vegna þessa. Gengisvísitala krónunnar hefur fallið um tæp 70% undanfarin tvö ár. Erlend lán(raunveruleg) hafa tvöfaldast eða þrefaldast. Nú er það bankanna að meta sína hagsmuni og eigenda sinna. þeir ráða því hverjir eru vildarviðskiptavinir. Hvaða leiðir eru nú færar? Stefna fyrirtækjum í gjaldþrot og reyna að fá eitthvað uppí kröfur? Selja nýjum mönnum fyrirtækið?Framfylgja lögum um fjárhagslegan aðskilnað heimilis og fyrirtækis þannig að einkaneyslan komi ekki fram sem kostnaður fyrirtækis? Fara í gjaldþrot en bjóða sömu eigendum (með nýrri kennitölu!) að reka fyrirtækið en með þeim skilyrðum að einkaneyslan sé eðlileg , t.d. tekið mið af hugmyndum um lágmarksframfærslu:)?
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 09:16
Hrafn. Kvótinn;aflaheimildirnar eru kyrrar í sjónum. Skip eru ekki eyðilögð þótt útgerðir fari á hausinn. Það er hvergi skrifað í skýin að aflaheimildir yfirgefi plássin þótt eigandinn fari í þrot.
Eigendur og stjórnandur útgerða verða að gera svo vel og bera ábyrgð árekstri sínum rétt eins og aðrir og taka eins og aðrir afleiðingum ef illa fer.
Það er búið að skekkja alla þessa umræðu svo hroðalega að það er engu lagi líkt. Og það er því auðveldara sem þeim fækkar meira með þessari þjóð sem skilja málið- skilja dæmið.
Árni Gunnarsson, 7.10.2010 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.