Leita í fréttum mbl.is

Flottrollsveiðar ógna öllu lífríki hafsins við Ísland

flottrollsveiðar 1

Tilvitnun í viðtal í Fréttablaðinu 2006:

Jón Eyfjörð Eiríksson er skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE-81 frá Vestmannaeyjum. Hann hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að flottroll séu varhugaverð veiðarfæri fyrir framtíð loðnustofnsins fyrir þær sakir að aðeins lítill hluti loðnunnar sem verður á vegi trollsins endar í pokanum en allt hitt vellur út um möskvana og því er óvíst hversu mikið af henni fer forgörðum.

Eins segir hann óvíst hvort loðnan þjappi sér saman aftur og haldi stefnu sinni eftir að búið er að ryðjast gegnum göngurnar með flottrollum.

Helgi kollegi hans deilir þessari skoðun með Jóni og einnig flestir skipverjar sem blaðamaður ræddi við um borð. Þetta er heit umræða í Eyjum og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sem á Sighvat Bjarnason, segir að hann hljóti að hlusta á þessa gagnrýni sjómanna.
mbl.is Skaða veiðarfæri lífríki sjávar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú getur fundið skipstjóra allra veiðarfæra og þeir munu hiklaust mæla með "sínu" veiðarfæri en hallmæla örðum. Í nánast öllum tilfellum er um hrein trúarbrögð að ræða sem eru í engu byggð á staðreyndum eða rannsóknum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.10.2010 kl. 13:22

2 identicon

En ég meina, ef þú hlustar á innihald gagnrýnanna, þá sérðu að togarakallar gagnrýna trillukalla fyrir að vera gamaldags á meðan trillukallar gagnrýna togarakallana fyrir að skemma fiskimiðin. Ef báðir hafa rétt fyrir sér þá sérðu hvor gagnrýnin er réttmætari. Ef ekki, þá er það bara eitthvað sem þarf að rannsaka. Sem er jú það sem umræðan snýst um.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband