Leita í fréttum mbl.is

Launhelgi lyganna

Vona að Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra auðnist að taka löngu tímabæra ákvörðun um að stöðva loðnuveiðar í eitt skipti fyrir öll eins og gert hefur verið í nánast öllum löndum þar sem ábyrg umgengni um lífríki hafsins er í hávegum höfð.

Loðnuveiðar eru glæpur gagnvart öllu lífríki hafsins þmt, öllum sjófugli og fólkinu í sjávarbyggðunum.

Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum gjaldþrota brotajárns og tortýminga útgerða.

Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.

En til þrautavara ætti einungis að leyfa loðnuveiðar á vetravertíð til manneldis og hroggnatöku.

Ekki ætti að vera heimilt að veiða loðnu austan línu sem dregin verði réttvísandi í suður frá Dyrhóley og norðan línu sem dregin verði réttvísandi í vestur frá Garðskaga.

Upphafskvóti ætti ekki að koma til greina fyrr en loðnan gengur vestur fyrir Dyrhóley að undangengnum mælingum.


mbl.is Gott ástand loðnustofns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

...Á vetrarvertíð til manneldis og hrognatöku.

Sammála.

Líklega hefur aldrei verið rannskaða hversu fjölþætt áhrif loðnunnar eru á okkar margþætta lífríki hafs og stranda.

Árni Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband