15.11.2010 | 08:21
Einokun og kúgun LÍÚ - meðvirkni samkeppniseftirlitsins
Innan vébanda Landsambands íslenskra útvegsmanna er rekin svokölluð kvótamiðlun LÍÚ.
Kvótamiðlun LÍÚ virðist hvorki hafa sérstakar samþykktir né heldur sjálfstæðan fjárhag, þó hún á hinn bóginn hafi sett sér gjaldskrá vegna kvótasölunnar.
Virðist kvótamiðlun LÍU því vera einhvers konar deild innan LÍÚ, sem annast miðlun kvóta fyrir félagsmenn sína.
Kvótamiðlun LÍÚ virðist vera einhvers konar samráðsvettvangur útgerðafélaga innan vébanda LÍÚ, þar sem handhafar kvótans geta með samstilltum aðgerðum haldið uppi háu kvótaverði til útgerða án kvóta.
Þá fjármuni sem handhafar kvótans fá við framsal hans geta þeir síðan nýtt í samkeppni sinni um kaup afla á fiskmörkuðum við fiskverkendur án útgerðar eða útgerðir án kvóta.
Handhafar kvótans ráðið því hver fær og getur nýtt rétt sinn til fiskveiða í atvinnuskyni og hver afkoma þeirra og fiskverkenda er.
Hluta kvóta má flytja milli ára, sem gerir það að verkum að aldrei verður umfram framboð.
Auk þess sem handhafar kvótans geta með málamyndafærlsum milli útgerða sinna búið til viðskipti.
Ekkert eftirlit er af hálfu stjórnvald með kvótaviðskiptum, ef frá er talið að þau ber að tilkynna til Fiskistofu, sem getur stöðvað framsal kvóta sé það mat starfsmanna hennar að framseldur kvóti sé umfram veiðigetu framsalshafa.
Ekkert almennt eftirlit virðist með því hvort um málamyndargerðinga sé að ræða enda fer Fiskistofa ekki fram á afrit reikninga fyrir viðskiptinn og með öllu er óvíst og óljóst hvort virðisaukaskatti sé skilað að viðskiptum með kvóta.
Vilja að allar sjávarafurðir verði unnar á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:26 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Níels þetta með kvótan þá hef ég mikið hugsað það, er ekki hægt að koma því þannig fyrir að kvótinn flytjist til sveitafélaganna og þar með þá yrði það tryggt að kvótinn sé ekki að fara eins og hefur verið að gerast og sveitafélögin sitja uppi með tóm hús vegna þess að kvótinn fór...
Ég er ekki fróð um þessi mál en það situr í mér að það skuli hafa gerst og vera hægt að einstaklingar geti tekið kvótann og skilið eftir sviðna jörð í heilu bæjarfélögunum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.11.2010 kl. 09:07
Hvernig væri að afnema kvótakerfið og gefa sjómönnum þar með frjálsar hendur til þess að veiða fisk ? Þar með er mönnum gefið tækifæri til þess að afla galdeyrirs úr "gullkistu hafsins" ?
Tryggvi Helgason, 15.11.2010 kl. 18:27
Auðvitað á að afnema kvótakerfið mesta skaðvald sögunnar.
Það er ekki flóknara að stíga út úr þessu kerfi en það var að fara inn í það. Það gæti t.d.hafist með eftirfarandi tilkynningu frá Sjávarútvegsráðherra:
Við endurskoðun gagna og endurmat á líffræðilegum forsendum þykir ekki þörf á að vernda þorsk og aðrar botnfisktegundir sérstaklega.
Eftirfarandi tegundir eru því teknar út úr kvóta: Þorskur, ýsa, ufsi, skarkoli, steinbítur, karfi, úthafsækja .... Skipum með gilt veiðileyfi er heimilt að stunda veiðar á þessum tegundum. Settar verða nánari reglur um umgengni til að koma í veg fyrir árekstra veiðarfæra og skipaflokka. Ákvörðun þessi gildir til eins árs í senn.
Með þessu er ekki verið að taka aflaheimildir frá neinum og því ekki um neina „bótaskyldu“ að ræða. Svona breytingar myndu þýða aflaukningu, nokkuð sem er gagnstætt friðunarstefnu Hafrannsóknar, en í ljósi ömurlegrar reynslu ættu stjórnmálamenn varla að þurfa mikinn kjark til að taka af þeim ráðin.
En einhver dulin hönd virðist stöðva allar skynsemisákvarðanir.
Jón Kristjánsson, 16.11.2010 kl. 13:06
Sælir Tryggvi og Jón.
Auðvitað á ríkisstjórnin að gefa út tilkynningu eigi síðar en á hádegi 31.12.2010, um afnám aflamarkskerfisins frá og með miðnætti á gamlársdag og nýtt sóknar-kerfi taki við þann 02. janúar 2011.
Allar reglur þar að lútandi er hægt að smíða á örfáum dögum og ekki síst mætti nota landhelgislöggjöfina til að svæðastýra flotanum.
Fyrstu áhrif af þessu yrðu þau að allt brottkast og kvótasvindl heyrði sögunni til, en leiða má að því líkum að þar sé um slíkar upphæðir að ræða að þær mundu stoppa upp í allann fyrirhugaðan niðurskurð á heilbriggðis, velferðar og í menntamálum.
Þetta kerfi sem við búum við í dag er slíkur glæpur að stappar við geðveiki og ofbeldi nasiztmans í ríki Hitlers.
Hvað á að gera við þessa landráðamenn ef ekki verður snúið til réttlætis innan skamms ?
Ég spyr ?
Níels A. Ársælsson., 16.11.2010 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.