Leita í fréttum mbl.is

Þar fauk kvótakerfi LÍÚ

Michael Ancher

Með lögfestingu kvótakerfisins var afnumin hina forna meginregla íslensks réttar um almannarétt til fiskveiða.

 

Með kvótakefinu, sem byggt er upp á veiðiheimildum ,,aflahlutdeild” sem sjávarútvegsráðuneytið úthlutaðar til skipa og helst óbreyttar milli ára og sérstökum veiðileyfum ,,aflamarki eða ,,krókaaflamarki”  hafa heimildir til velflestra fiskveiða í atvinnuskyni orðið að afmörkuðum og framseljanlegum sérréttindum útgerðarmanna.

Ráða þeir því í raun í dag hvaða sjávarbyggðir eða -byggðalög lifa og dafna; hvar verðmæti eigna helst og hvar þær verða lítils eða einskis virði.

 

Michael_Ancher_-_En_Skagensfisker_siddende_i_en_jolle_-_1864-1928

Kvótakefið fær útgerðarmönnum þannig mikið og jafnframt ógnvænlegt vald; vald sem leitt hefur til fólksflutninga, eignaskerðinga og félagslegra hörmunga, eins og reyndar spáð var í umsögnum fulltrúa fiskvinnslunnar, þegar frumvarpið var í smíðum.

Í kjölfar dóms hæstaréttar í málinu nr. 145/1998: Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu, sem kveðinn var upp í desember 1998 var sú breyting gerð að allir eigendur haffærra skipa geta fengið almennt veiðileyfi sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, eins og þeim var breytt með lögum nr. 1/1999.

 

Til að geta nýtt almennt veiðileyfi sitt og fá notið stjórnarskrár bundins atvinnufrelsis þurfa þeir útgerðamenn, sem fá eða geta fengið almennt veiðileyfi, að fá kvóta framseldan frá handhöfum hans.

En þeir, sem  hafa fengið þessum gæðum úthlutað frá stjórnvöldum mega  framselja kvótann tímabundið eða varanlega  kvóta frá þeim aðilum að nokkru eða öllu leyti.


mbl.is Veiðiheimildir gegn gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband