Leita í fréttum mbl.is

Myndavélaeftirlit um borð í fiskiskipum

troll

Víða um heim er aukinn áhugi á því að efla eftirlit með fiskveiðum með því að koma fyrir eftirlitsmyndavélum um borð í veiðiskipum.

Þannig hafa argentínsk stjórnvöld nú leitt í lög að öll úthafsveiðiskip í landinu skuli hafa eftirlitsmyndavélar um borð í þessu skyni.

Um er að ræða innsiglað myndavélakerfi tengd GPS staðsetningarbúnaði sem skráir það sem fram fer frá því að veiðarfærinu er dýpt í sjóinn og þar til það er dregið inn aftur og aflinn meðhöndlaður. Þetta kemur til viðbótar almennu eftirliti sérstakra eftirlitsmanna.

Í frétt um málið á vefnum fis.com segir að lögin hafi gengið í gildi um síðustu áramót og hafi útgerðirnar þrjá mánuði til þess að koma tækjunum fyrir og láta prófa þau.

Því má bæta við að gerðar hafa verið tilraunir með notkun eftirlitsmyndavéla um borð í fiskiskipum m.a. í Danmörku og Bretlandi og þótt takast vel, en myndavélarnar hafa ekki verið lögbundnar ennþá.

Af vef vb.is

færeyskar stúlkur í þjóðbúningum

Hér á landi var gerð að minnsta kosti ein slík tilraun um borð í einu af skipum Samherja hf, fyrir nokkrum árum en ekki varð framhald á henni af skiljanlegum ástæðum þar sem íslenzka aflamarkskerfið hvetur til brottkasts í stórum stíl og kvótasvindls.

Það tók frændur okkar Færeyinga ekki nema tvö ár að sjá að aflamarkskerfi við fiskveiðar væri algjörlega galið þjóðhagslega, enda köstuðu þeir kvótakerfinu fyrir róða og tóku upp sóknarstýringu við fiskveiðar.  Hér má fræðast um það:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

LÍÚ hlýtur að fagna auknu eftirliti til að sýna fram á að ekkert brottkast tíðkist hjá þeim.

Sigurður I B Guðmundsson, 9.1.2011 kl. 08:59

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Það er verið að taka upp myndavélakerfi hér við Alaska.

Heimir Tómasson, 10.1.2011 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband