Leita í fréttum mbl.is

Sýslumaður missir vitið og sturlazt.

Anno, september 1783.

sýslumaður 2Vigfús Jónsson, sýslumaður í Þingeyjarsýslu, var fyrir nokru skipaður setudómari í máli í Eyjafirði.

Sýslumaður stefndi til þings að Hrafnagili 23. þessa mánaðar, en er þeir voru þangað komnir, er þar skyldu málum gegna, rak hann alla brott með harðri hendi. Því næst hljóp sýslumaður sjálfur niður að Eyjafjarðará og öslaði hana með landi fram meira en hálfa bæjarleið. Duldist ekki, að sýslumaður hafði sturlazt. Seinast fóru bændur til á ferju, handsömuðu hann og færðu til bæja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mál þessu óskylt en rifjaðist upp fyrir mér.  Hefurðu lesið "Falsarann" eftir Björn Th. Björnsson?  Það er heimildaskáldsaga, sem rekur sanna atburði nokkuð nákvæmlega aðeins andrúmi, tíðaranda og samtölum bætt við má segja.  Þetta er einhver magnaðasta örlagasaga, sem ég hef lesið.  Vitnisburður um gráglettni örlaganna.  Mæli með henni fyrir söguáhugamann eins og þig, ef þú hefur ekki þegar lesið hana.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2007 kl. 12:13

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll. Nei ég hef ekki lesið "Falsarann" en hún vakti athygli mína hér áður fyrr þegar hún kom út. Þarf að muna eftir að hringja í Braga og fá sent notað eintak.

Níels A. Ársælsson., 2.2.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband