Leita í fréttum mbl.is

Eldar á Síðumannaafrétti: Stórkostlegt gos hafið - ólyfjan rignir yfir byggðir.

Anno, júní 1783. Skaftá þornuð, og hraunflóð vellur fram gljúfrið með fádæma gauragangi.

eldgosEystra eru komnar sagnir á kreik um ýmsa ískyggilega fyrirboða þessa eldgoss. Mörg vatnaskrímsli eiga að hafa sézt í Feðgakvísl í Meðallandi og eldhnettir liggjandi á jörðu hjá Steinsmýri. Eldingu laust niður í lambhús í Oddum í Meðallandi fyrir nokkru, og sumir hafa þótzt heyra undarleg hljóð í jörðu niðri og klukknahljóm í lofti. Aðrir hafa orðið varir við svonefndar pestarflugur, gular og svartar, og rautt regn á að hafa fallið þar eystra í vor. Lömb og kálfar hafa fæðzt með vanskapnaði, og var eitt lambið á Hunkubökkum á Síðu að sögn með hræfuglsklær á fótum í stað lagklaufa. Loks hefur suma dreymt válega drauma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband