12.2.2011 | 11:01
Launhelgi lyganna - mjög alvarlegt mál fyrir framtíð Íslands
Hætta ætti loðnuveiðum við landiðí eitt skipti fyrir öll og banna allar veiðar með flottrolli.
Flottrollið veldur gríðarlegum skaða á öllum fiskistofnum beint og óbeint. Smug fiska í gegnum flottroll skilur eftir sig 10-15 fallt af dauðum fiski í sjónum umfram það sem skipin koma með að landi.
Flottrollið splundrar göngu fiskitorfa og ruglar göngumynstur þeirra.
Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.
Nærtækasta dæmið er léleg nýliðun þorsks, hrun hörpudisksstofnsins, hrun rækjustofnanna og margt fleira.
Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.
Baráttan um ætið á ekki að standa á milli gráðugra grútapramma-útgerða og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundana.
Vont veður á loðnuslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 764347
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur sagði um Barentshafið,
þorskurinn var fljótur að jafna sig, þegar hann fékk nóga LOÐNU!
Aðalsteinn Agnarsson, 12.2.2011 kl. 11:47
Mig minnir að rússarnir hafi afhjúpað heimsku fiskifræðinganna með því að veiða bara meira en fiskifræðingarnir vildu. Rússarnir og raunar nojarnir líka vissu að miklu meira var af fiski i Barentshafinu en fiskifræðingarnir mældu. Þannig er staðan hér líka held ég. Sammála með flottrollið ekkert með það að gera, nóg af öðrum veiðarfærum til. Auðvitað eigum við að veiða loðnu. Þið ættuð að sjá kökkinn sem verið er að rótast í núna. Elstu skipstjórar muna ekki annað eins. Það litla sem við tökum skiptir engu máli. Loðnan er ekki undirstaða alls lífríkis við Ísland, ef menn halda það er eitthvað mikið að í fræðunum. Hún hjálpar auðvitað til en þörungablóminn er auðvitað undirstaða alls lífs í sjónum. Ef hann vaknar ekki þá verður ekkert líf of engin loðna, og enginn þorskur og engin ýsa og.........
Svo er Nilla meinilla við það sem hann kallar grútarpramma útgerðir. Þessar grútarpramma útgerðir draga björg í bú svo um munar og ekki veitir af. Svo er aflinn sem þeir koma með að landi bullandi ferskur og ferskari en margir strandveiðikallar koma með í land.
Annars, baráttukveðjur til bræðslukallanna og allra sem standa í stórræðum þessa dagana.
Valmundur Valmundsson, 12.2.2011 kl. 14:35
Íslenskur sjáfarútvegur hefur aldrei notið þeirrar gæfu að hugsað sé langt fram í tíman...
Efir 10 ár á sjó sá ég að næsta hal er okkar lengsta hugsun,,, ekkert pælt í því hvort að það veruður hal eftir það..
Friðgeir Sveinsson, 12.2.2011 kl. 17:14
Sælir strákar og takk kærlega fyrir athugasemdirnar.
Sæll Valmundur og takk fyrir góðar kveðjur. Varðandi þörungablóman þá vill svo til að þetta hangir allt saman í einni líkeðju og næringarsúpu.
Þetta vill ég segja þér og ég held við getum verið sammála um.
Loðnuveiðar ætti einungis að leyfa á vetravertíð til manneldis og hroggnatöku.
Ekki ætti að vera heimilt að veiða loðnu austan línu sem dregin verði réttvísandi í suður frá Dyrhóley og norðan línu sem dregin verði réttvísandi í vestur frá Garðskaga.
Upphafskvóti kemur ekki til greina fyrr en loðnan gengur vestur fyrir Dyrhóley að undangengnum mælingum.
LÍÚ væddar loðnuveiðar eru glæpur gagnvart öllu lífríki hafsins og fólkinu í sjávarbyggðunum.
Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum gjaldþrota brotajárns og tortýminga útgerða.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.
Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.
Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.
Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.
Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.
Baráttu kveðjur til ykkar allra í Eyjum.
Níels A. Ársælsson., 12.2.2011 kl. 20:20
Sammála Níels hér að framan, mér finnst bræðsluveiðar eigi engan rétt á sér yfirleitt, þær eru til tjóns til lengri tíma litið, og gildir þá einu hvaða reikniaðferð men nota.
Magnús Jónsson, 12.2.2011 kl. 20:39
Flottroll er hámark villimennsku.
Árni Gunnarsson, 12.2.2011 kl. 23:00
Sæll Níels, eitt langar mig að benda ykkur peyjunum á, en það er að það verður að bera virðingu fyrir hafinu og umganga fiskistofnana með virðingu.
Ég á vídeómyndir sem sanna það að nótin getur drepið miklu meira en landað er, og þá bæði loðnu og síld. Það sama er með flottroll, ef menn nota það rétt þá drepur það nánast það sem landað er.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 15.2.2011 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.