Leita í fréttum mbl.is

Reiddist prestinum og drap hann.

Anno, 1512 / Presturinn í Reykjadal stunginn til bana:

angist 3Brátt varð um prestinn í Reykjadal, er hann var á ferð með bónda einum í Merkurhrauni á Skeiðum.

Þeir riðu samsíða og áttu í þrasi, og rann bónda svo í skap, að hann stakk hníf sínum í brjóst prests neðan við geirvörtuna og sló á skaftið með hnefanum. Þetta varð presti að bana, og komu menn að, er bóndi hugðist ríða með líkið fram í Hvítá. Vegandinn hefur verið settur í myrkrastofu og hýddur og sveltur til yfirbótar og skal standa við kirkjudyr í Skálholti á Þorláksmessu, er þar er fjölmenni mest við messu, og hljóta vandarhögg af hverjum manni, sem inn gengur í kirkjuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband