22.2.2011 | 16:03
Könnun MMR: 70 prósent vilja bylta kvótakerfinu
Ný könnun MMR á afstöðu almennings til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda bendir til þess að nokkur stuðningur sé við hugmyndir sem halla í þá átt að ríkið afturkalli fiskveiðiheimildir, fari sjálft með eignarhald eða innheimti leigu fyrir afnotarétt sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans.
Þannig voru 69,7% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að greiða leigu til ríkisins sem endurspeglar markaðsverðmæti kvótans, 66,6% sögðust því hlynnt að kvótinn ætti að vera í eigu ríkisins og 64,9% sögðu að stjórnvöld ættu að afturkalla gildandi kvóta og úthluta að nýju með breyttum reglum," segir í tilkynningu frá MMR.
Þá kváðust 17,4% þeirra sem tóku afstöðu vera hlynnt því að handhafar kvóta greiddu eingöngu leigu fyrir afnotin sem næmi rekstrarkostnaði þeirra ríkisstofnana sem þjónusta sjávarútgerðina, 15,1% töldu að núverandi handhafar kvótans ættu að fá að halda honum áfram óskertum og 7,4% sögðust hlynnt því að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja," segir ennfremur auk þess sem 31,4% þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera sammála því að hagsmunir núverandi handhafa kvótans og þjóðarinnar í heild væru sameiginlegir.
Afstaðan ólík á milli flokka
Nokkur munur reyndist á afstöðu svarenda til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka," segir einnig í tilkynningunni. Til að mynda voru 89% Samfylkingarfólks og 93% Vinstri grænna hlynnt því að stjórnvöld afturkölluðu gildandi fiskveiðiheimildir og úthlutuðu þeim að nýju með breyttum reglum, samanborið við 36% Sjálfstæðismanna."
Stuðningur við að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild reyndist aftur á móti lítill meðal stuðningsmanna allra flokka. En 16% Sjálfstæðismanna, 10% Framsóknarmanna, 4% Samfylkingarfólks og enginn Vinstri grænna sögðust hlynntir því að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja."
Vinstri smellið á myndirnar af súluritunum þar til letrið er orðið nógu stórt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vekur athygli hve fylgi Sjálfstæðis mann við kvótann er mikið?? Hvenær fór kvóta úthlutun samhliða hægri stefnu?? Þetta er kommúnískt ráðstjórnar kerfi.
Hefur þetta fólk aldrei heyrt um "frelsi einstaklingsins til athafna"???
Hvort skyldi valda meiru hjá þessum 64 % Sjálfstæðismanna heimskan eða græðgin þegar kemur að skoðun á kvótakerfinu nema hvor tveggja sé.
Davíð-isminn er rót bankahrunsins og gjaldþrots þjóðarinnar. Hvað þarf til að vekja fólk af þessum svefni? Ég vaknaði þegar Davíð gaf BÚR til fárra útvaldra (sukk no 1). Þurfti ekki meira til að sjá í gegnum nýuföt Bubba keisarans.
Ólafur Örn Jónsson, 22.2.2011 kl. 18:21
Þetta er mest græðgi og spilling Óli.
Sjálfstæðisflokkur nútímans eru sérhagsmuna samtök sem líkjast mjög systursamtökum sínum á Sikiley.
Níels A. Ársælsson., 22.2.2011 kl. 18:42
Sjálfstæðismenn eru mafía og kommúnismi er ranghugmyndafræði sem á bara að gefa sprautur við eins og við aðra heilabilun.
Hannes Hólmstein bjó til þetta kvótakjaftæði eins og þegar Pétur Blönddal prentaði peninga og bjó til Kauðþing í Húsi Verslunarinnar í gamla daga.Nákvæmlega eins og gangsterar sem skipuleggja afbrot.
Og þeir kalla svona skipulagningu "listgrein" og "viðskipti". Það tekur tíma að skýra þetta út, ekkert er til um þetta á Íslensku enn nóg til á öðrum tungumálum.
Stærsti svikahrappur landsins, Pétur, á þeim tíma lenti á Alþingi. Á góðum launum. Enn hann kom í félagsskap fólks sem er nákvæmlega eins og hann.
Og Alþingi er fullt af þessari sort af fólki. Svona menn hafa selt Effelturnin tvisvar. Selt gler sem demanta fyrir trilljónir, hreinsað kassa úr fyrirtækjum, sitjandi inni í fangelsi.
Þeir selja aðgang að sólinni, vélar sem breyta ógreiddumskuldseðlum í peninga, vél sem breytir fuglaskít í gull...þetta eru töframenn og þeir eru um allar jarðir í dag. Pólitíkusar, fyrirtækjaeigendur oft ríkir og hugsa bara um eitt:
Völd.
Kvótakerfið á Íslandi er klassískt "ConGame" frá upphafi til enda. Og risastórt.Sama og íslenska banka "ConGame" málið sem menn tala endalaust um.
Svikamilla sem hefði verið stoppuð í hvaða öðru landi sem er. Þetta varð ekki aðferð til vernda neinn fisk. Aðferðin sem átti að vernda fiskin bjó til nýja tegund af glæp. Löglegum glæp.
Enn sé þetta bull matreitt á nógu fína máta, má alveg þola kvartanir úr einhverjum áttum í einhver ár.
Það er þess virði...og þannig hugsa þeir sem skipuleggja þetta.
Þetta varð bara aðferð til að prenta peninga á öðruvísi pappír enn Seðlabanki má einn gera.
Íslenskt kvótakerfi og fiskivernd? Hvaða súperstjarna tengdi þetta saman og fékk fólk að trúa því að þetta tvennt héldist í hendur?
Færeyjingar prófuðu svipað sýstem sem einhverjir tróðu upp á þá með lygavefum, enn því var kastað fljótlega.
Í Indlandi er kýr heilagar og þær meiga skíta inn í matvörubúðum og eyðileggja allt í kringum sig. Indverjar vita að þær eru heilagar og gera ekkei neitt.
Íslendingar eru á sama þroskastigi og indverjar með kýrnar sýnar.
Nema sá hópur íslendingar sem hefur lært trixið að nota sér einfeldni og oft púra heimsku ráðamanna Í íslandi.
Óskar Arnórsson, 26.2.2011 kl. 01:11
Sæll Níels, mikið er ég sammála ykkur öllum hér að ofan, ég var á sjó meðan þeir þróuðu þetta kvótakerfi, og hefur mér fundist það lengi mjög vitlaust, svo er ég á því að bankasukkið byrjaði þegar þeir leifðu veðsetningu kvótans.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 6.3.2011 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.