Leita í fréttum mbl.is

Marmennill fundinn í hákarlsmaga í Tálknafirđi:

Annó; 1733:

hákarlTálknfirđingum brá í brún nú fyrir nokkru, er ţeir ristu á kviđinn stóran hákarl, sem ţeir höfđu veitt. Ţeir fundu nefninlega í maga hans flikki mikiđ, sem var harla líkt efri hluta af mannsbúk. Ţar vestra er ţví trúađ, ađ ţetta hafi veriđ marmennill, sem hákarlinn hafi gleypt.

Ađ stćrđ var ţessi marmennill Tálknfirđinga viđlíka og átta til níu ára gamall drengur. Höfuđlagiđ segja ţeir áţekkt og á manni, en hnakkabeiniđ hvasst og útstćtt og hnakkagrófina djúpa. Háriđ var svart, strítt og sítt, svo ađ tók á herđar niđur, en hvergi annars stađar sýnilegt hár á skrokknum. Eyrun segja ţeir veriđ hafa stór og síđ, tennurnar langar og keilulaga eins og í steinbít, tunguna breiđa og stutta og augnlit sem í ţorski.

Enniđ var hátt og bogadregiđ ađ ofan, hörundiđ ljós mógult. Nasir voru sem á manni, djúp rák undir miđnesi og dálítiđ skarđ í höku, axlir háar og hálsinn stuttur, handleggirnir samsvöruđu líkamsstćrđinni og fimm fingur, ćriđ grannir, á höndum. Brjóst og hryggur var eins og á manni, en rifin brjóstkennd. Kjötiđ var gróft og svart eins og selkjöt, ţar sem í ţađ sást.

Fariđ hafđi veriđ innan í hákarlinn í fjörunni, ţegar komiđ var ađ landi međ veiđina. Sagt er, ađ hrćiđ af ţessari ókennilegu veru hafi legiđ viđ vörinna á Syđri-Eyri í vikutíma. En ţar eđ mönnum var ekki um ţađ gefiđ ađ hafa ţađ ţar til langframa, var ţví varpađ á sjó út. Hefur ţađ ekki sést síđan.

Margt er um ţetta fágćta fyrirbćri rćtt á Vestfjörđum, og segja fróđir menn, ađ ekki hafi marmennill fyrr komizt í í mannahendur á Íslandi síđan á landnámsöld, ađ Grímur Ingjaldsson dró einn í fiskiróđri á Steingrímsfirđi, og vísađi sá syni hans til lands. Sjá link;

http://www.snerpa.is/net/thjod/marbend.htm

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

Ferlega skemmtilegt ađ lesa ţesar frásagnir og lýsingar. Manni verđur ekkert um sel stundum.

Takk takk.

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 3.2.2007 kl. 09:28

2 Smámynd: Níels A. Ársćlsson.

Takk. Bloggiđ ţitt er líka bráđ skemmtilegt.

Níels A. Ársćlsson., 3.2.2007 kl. 16:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband