Leita í fréttum mbl.is

26 menn drukkna á Grímseyjarsundi.

jesú stýrir grímeyingum til himnaAnnó, 1727: /  Ægilegir mannskaðar.

Föstudaginn fyrir hvítasunnu urðu tveir skipstapar á Grímseyjarsundi og drukknuðu þar 26 menn. Lögðu skipin af stað frá Grímsey seint um kvöldið í þoku og stórsjó, bæði mikið hlaðin. 

Annað þessara skipa var sexæringur sem prestur Grímeyinga, séra Jóns Jónsson, hafði fengið lánaðan til þess að flytja á konu sína hina dönsku og búslóð alla til lands. Var skipið mjög hlaðið gegn vilja formanns og komst aðeins skammt undan eynni, áður en því hlektist á. Fórust þar níu menn, auk prests sjálfs, konu hans, barns þeirra í reifum, vinnukonu og bróður prestsins.

Hitt skipið var áttæringur, Grýmseyjarfar frá Möðruvallaklaustri, og voru á því tólf menn. Ætlun manna er, að það hafi hrakizt vestur í haf í dimmviðri og stormi. Fyrir þremur árum fórst annað klausturskip með varnaði og mönnum í mynni Eyjafjarðar í skreiðarför til Grímseyjar. Á því skipi voru fimmtán menn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband