Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna.
Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar.
Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna.
Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.3.2011 kl. 12:54 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er á eina bókina Níels svona fólk vill hafa kvótakerfi því það er óheiðarlegt að eðlisfari það vill ekki samkeppni það kann ekki að standa jafnfætis öðrum þarf alltaf að laumast og pukrast.
En það virðist vera sama hvað sannast upp á þetta fólk þegar spilltir stjórnmála menn gera allt til að þóknast þessu liði.
Ólafur Örn Jónsson, 20.3.2011 kl. 17:15
Óli.
Það var einn rekinn af Helgunni RE, um daginn sem neitaði að taka þátt í að henda fiski í sjóinn.
Bara lítið nýtt dæmi.
Níels A. Ársælsson., 20.3.2011 kl. 22:41
Já Níels þetta er svo rosalegt óréttlæti sem menn eru beittir. Mér þætti gaman að standa fyrir framan þann skipstjóra sem hagar sér svona og horfa á hnn þegar hann skýrði út fyrir manni hver vagna hann raka manninn.
Það væri gaman ef einhver tölvu gúrú gæti komið upp öruggri heima síðu þar sem allir þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi og hverskyns bulli eins og þessu gætu tjáð sig. Ég er hræddur um að hryllings sögurnar séu orðnar nokkuð margar þar sem Mannréttindi hafa verið brotin á fólki
Ólafur Örn Jónsson, 21.3.2011 kl. 09:39
Sæll Óli.
Þú getur skrifað það sem þú vilt á netfang: kvotasvindl@simnet.is
og það verður birt á:
http://kvotasvindl.blog.is/blog/kvotasvindl/
Bestu kveðjur, Nilli.
Níels A. Ársælsson., 21.3.2011 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.