Leita í fréttum mbl.is

Bóndi í Tálknafirði vill flytja til Grænlands:

flutningar

Annó; 1756: Bóndinn á Arnarstapa í Tálknafirði vill í útrás með sitt fólk:

Þormóður Ásbjörnsson, bóndi á Arnarstapa í Tálknafirði, hefur snúið sér bréflega til amtmanns og tjáð honum þann vilja sinn að flytjast búferlum til Grænlands með fólk sitt. Sækir hann um, að greiddur verði kostnaður við ferð hans til Kaupmannahafnar, þar sem hann getur komizt á Grænlandsfar. Þormóður er duglegur og efnaður bóndi, á hálfvaxin og uppkomin börn og hjá honum eru þrjú eða fjögur vistráðin hjú. Allt þetta fólk fýsir að fara með honum til Grænlands, ef leyfi fæst til þess.

Annó; 1757: Beiðni Þormóðs hafnað:

Danska stjórnin hefur hafnað tilmælum Þormóðs bónda Ásbjörnssonar um aðstoð til Grænlandsfarar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband