6.2.2007 | 03:05
Lygaþvæla og múturþægni stjórnar Hafró.
Nú er kominn tími á að uppræta lygaþvælu Hafrasóknarstofnunnar í eitt skiptið fyrir öll. Ríkisstjórn Íslands ber ábyrgð á þessum viðbjóði sem viðgengist hefur allt of lengi í skjóli sérhagsmuna Þorsteins Más, forstjóra Samherja hf, og hans skósveina. Sjá ekki allir hugsandi menn hverslags viðurstyggileg hagsmunagæsla einkahagsmuna tröllríður öllum byggðarlögum landsins og afkomu fólks á landsbyggðinni ? Nýjasta innleggið í lygaþvæluna eru skrif forstjóra Vinnslustöðvarinnar hf, í nýjasta hefti Fiskifrétta:
http://skip.is/frettir/2007/02/05/nr/10301
Þessi skrif eru til þess eins fallin að slá ryki í augun á stjórnvöldum og almenningi, innan gæsalappa. Þessar skoðanir forstjórans eru einungis settar fram með það eitt að markmiði að villa um fyrir stjórnvöldum og afvegaleiða umræðuna. "Gefum þorskinum séns ?" Eða, "Gefum Binna séns ?". Brynjar forstjóri leggur til í áðurnefndri grein að við drögum úr þorskveiðum og förum eftir því sem fiskifræðingar Hafransóknarstofnunnar leggja til í ástandsskýrslu fiskistofnanna 2006.
Hver skrifaði þessa skýrslu og hver hefur lagt blessun sína yfir þessa bévítans andskotans þvælu ? ICES = Alþjóða Hafransóknarráðið=Norður Atlandshafsráðið ? Sem sagt=valdastofnun og klíka sjálfskipaðra sérfræðinga um íhlutun í innanríkismál einstakra ríkja við norðanvert Atlandshafið. Hefur Alþingi Íslendinga virkilega afsalað sér og þjóðinni yfirráðunum yfir 200 mílna lögsögu Íslands til fámennrar klíku svokallaðra fræði og vísindamanna sem koma saman á skemmtisamkomum í Kaupmannahöfn einu sinni á ári í boði LÍÚ.
Ef svo er, þá kallast þetta landráð og svífyrða á fullveldi Íslands auk þess sem um valdarán frá Alþingi Íslendinga er að ræða. Það er kominn tími ti að stoppa þessa vitleysu af líkt og með þvæluna í kringum Alþjóða hvalveiðiráðið, sem er ekkert annað en sýndaraapparat hvalfriðunga. Skrif forstjóra Vinnslustöðvarinnar hf, eru rækilega undirbúin í höfuðstöðvum LÍÚ og til þess eins sett fram að telja almenningi og stjórnvöldum trú um meinta ábyrgð aðila innan vébanda LÍÚ sem vilja halda áfram gengdarlausum loðnuveiðum, þrátt fyrir þá staðreynd að allt lífríki sjávar við Ísland höktir eins og bensínlaus vél og öll viðvörunnarljós blikka og flautur væla.
http://www.eyjar.net/skrarsafn/1139420348.pdf
Eins og áður er vikið að þá eru skrif forstjóra Vinnslustöðvarinnar hf, einungis sett fram í þeim tilgangi að þykjast sýna ábyrgð í málefnum sjávarútvegs og villa um fyrir stjórnvöldum og almenningi í þeim tilgangi einum að hækka verð á varanlegum þorskvóta um 100% á einni nóttu og ljúga þannig upp eigið fé þeirra örfáu fyrirtækja sem yfir kvótanum ráða.
Þau félög í sjávarútvegi sem hafa yfir að ráða um 80% af öllum kvótum innan 200 mílna landhelgi Íslands eru fyrir mörgum árum orðin lagalega gjaldþrota vegna óheyrilegrar skuldsetningar vegna kvótakaupa sem ekki standast stjórnarskrá Íslands vegna ákvæða í lögunum um stjórn fiskveiða þar sem kveður á um sameign þjóðarinnar á auðlindinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:37 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Hrafnkatla og Floni hætt að fylgja hvort öðru á Instagram
- Vill að sjónvarpsstöðvar nýti peningana í annað
- Svala sýnir íbúum Los Angeles samhug
- Táraðist þegar hann sá rústirnar
- Gagnrýndur fyrir útlitsdýrkun á ögurstundu
- Fyrrum heimili Matthew Perry brann til kaldra kola
- Gamlar myndir kynda undir systkinastríð
- Skellti sér í spandexgallann 40 árum eftir frumsýningu
- Sökuð um lygar af fjölskyldu og vinum
- Laufey þakklát slökkviliðsmönnum
Athugasemdir
Menn via auðvitað, að margt er rétt hjá þe´r í þessum pistli.
Horfi menn samt til eigin heimahéraðs, lítur út fyrir, að ekki hafi þeim orðið gott af kvótaeign sinni eða stuðning við lögin á sínum tíma.
Mér er tjáð, að fólksfæð sé allnokkur orðin í V og A -Barð. JAfnvel haldið fram,a ð ,,innfæddum íslendingum" hafi fækkað svo, að Patreksfjörður sé orðinn svipað fjölmennur og Tálknafjaðrahreppur var um 1985.
Hvurnig er það minn kæri, eru menn þarna tilbúnir til, að horfa enn í gnaupnir sér og fylgja stóru togurunum með augunum, þegar þeir toga firðina þvera í þeirri vissu trú, að ekki verði við þeim hróflað af ,,Grámann"?
Er það satt, að meira fé sé varið til að fylgjast með viktarköllum og trillusjómönnum, af útsendurum valdsins en að fylgjast með, hvar togað er úti á miðum?
Ekki nema von, að LÍJúgararnir vilji ekki ,,transpondera" nema í litlu bátana, bar ekki í sín skip.
Bráðfyndið, hve sannspár maður var hér um árið.
Vinarkveðjur úr 101
Bjarni
Bjarni Kjartansson, 6.2.2007 kl. 15:44
Sæll: Þetta er allt á niðurleið til andskotans eins og til var stofnað. Þessum samfélögum verður ekki bjargað. Þakkaðu Guði fyrir að vera fluttur burtu fyrir löngu síðan.
Níels A. Ársælsson., 6.2.2007 kl. 16:40
Og fulltrúar sjómanna á þingi, sem eiga að andæfa þessu eru búnir að fremja pólitískt harakiri í hártogunum um pólverja og tælendinga. Ætli Jón Magnússon sé flugumaður LÍÚ? Ef svo er, þá á hann medalíu skilið fyrir vel heppnað flokksmorð.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2007 kl. 03:50
Enda hefur þorskvótinn hækkað um 20% síðan Binni skrifaði greinina. Það ku mælast í hundruðum milljóna í aukningu á eigin fé Vinnslustöðvarinnar.
níels a. ársælsson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.