18.5.2011 | 10:53
Vaxandi áhætta á hruni í þorskstofninum ?
Reikna má með vaxandi áhættu á hruni þorskstofnsins ef veiðar verða ekki auknar strax.
Ástæðan er einkum sjálfát (hungur) í stofninum.
Samkvæmt ransóknum (doktorsritgerð) Ólafs Karvels Pálssonar fiskifræðings étu einn 10 kílóa þorskur 25 kíló af smáþorski á ári.
Þetta er ekki fullyrðing heldur bláköld "staðreynd" þar sem stærðardreifingin í stofninum bendir ótvírætt til þessa.
Besti afli í netaralli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Níels; æfinlega !
Fyrir nú utan; það flónsku viðhorf Jóhanns Sigurjónssonar frænda míns, leiðara Hafrannsóknastofnunar - að fremur skyldu Þorskar, sem aðrar tegundir margar, sjálfdauðar verða, í undirdjúpunum - fyrir utan það fiskimagn, sem í Hvala- og Sela mögum lendir, en að veitt sé, með þeim hætti, sem tíðkast hafði, um aldaraðir.
Þær eru margar; ambögurnar í íslenzka sérvizku- og reglugerða snata samfélaginu, Níels minn.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 12:17
Þetta er bara vitleysa hjá þér, það eru fyrst og fremst meiri veiðar sem auka líkurnar á stofnhruni. Helsta ástæðan fyrir hærri stofnvísitölu í þorski í netaralli er einmitt vegna hærra hlutfalls stærri og eldi þorsks en ekki öfugt eins og þú ert að halda fram. Það hefur verið sínt fram á það að það þarf einmitt að breikka aldursdreifinguna í stofninum til þess að hægt sé að hámarka afraksturinn í stofninum og minnka líkurnar á stofnhruni.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 16:41
Davíð, ég nenni ekki að svara þér vegna þess að þú bullar.
Fiskabúra fiskifræði þín er á pari við Hafró svo...
Níels A. Ársælsson., 19.5.2011 kl. 00:15
Davíð. Þú ferð með rangt mál. 20% veiðiálag "kjörsókn" - frá 1978-1990 - leiddi til hruns í vaxtarhraða þorsks við Labrador þannig að 7 ára þorskur við Labrador (veiðisvæði 2J) sem var 2,78 kg 1978 - hafði horast 0,8- 1,2 kg/7 ára - um 1991. Þá var svæðinu lokað út í 70 mílur (alfriðað) og 700 þúsund tonn eftir.
Árið 1993 var allt hrunið... úr hor!!
Sama gerðist við V-Grænland. hér er mynd af því sem þar gerðist - myndin sýnir mjög vel áhrif sóknarminnkunar frá útfærslu landhelgi við V-Grænland í 200 mílur - 1989....
Myndin sýnir áhrif aukinnar sóknar - þegar íslendingar færa landhelgi sína út 1975 - og Bretar og V-Þjóðverjar færðu sig yfir til V-Grænlands - veiddu ágætlega - vaxtarhraði fer vaxandi í kjölfar aukinnar sóknar við V-Grænland - fram að útfærslu landhelgi - 1979..
Eftir að sóknin datt niður - hrundi vöxturinn í öllum árgögnum - eins og alls staðar annars staðar í N- Atlandshafi - sóknarminnkun virðist alltaf leiða af sér þessa atburðarrás Davíð:
Eini staðurinn sem allt gengur vel á - er Barentshafið - er þar sem svörun náttúrunnar við aukinni sókn í smærri þorsk - sú sama og á Íslandi 1975-1980... afli vex með aukinni sókn í smáþorsk... sbr myndina fyrir neðan
Kristinn Pétursson, 19.5.2011 kl. 11:46
Davíð. Ég skoðaði síðuna þína. Þú ert líffræðingur að mennt - og átt því að vera extra menntaður í að skilja þetta miklu betur en við Nilli.
Kristinn Pétursson, 19.5.2011 kl. 11:51
Kristinn ég held bara að þú hafir líka rangt fyrir þér.
Lítum fyrst á dæmi þitt frá Labrador, þar sem nánast allir eru sammála um að röng veiði ráðgjöf og ofveiði komu stofninum í hrun, og hefur þessi stofn lítið jafnað sig enn í dag. Það getur vel verið að það hafi verið reynt að stjórna stofninum með 20% veiðiálagi, það veit ég bara ekki. Hinsvegar er það alveg klárt að veiði álagið var miklu meira en það á stofninn. Hér kemur til hegðun veiðimanna sem að öllum líkindum hentu miklu af smá fiski og/eða gáfu ekki upp réttan afla að auki sem mikið af þorski kom sem meðafli í öðrum veiðum og var aldrei skráður. Eftir því sem meira af eldri fiski var veiddur úr stofninum lækkaði kynþroska aldur í stofninum sem sem síðan leiddi til að fiskurinn varð minni við aldur vegna hægari vaxtar eftir kynþroska. Þannig fór saman hér mikil veiði á eldri og yngri fisk nokkuð sem stofninn þoldi ekki. Í lokin á þessari veiði áður en veiðum var lokað var megi hluti aflans ókynþroska fiskur og fiskur sem hafði náð að hrygna einu sinni. Þetta hafði ekkert að gera með fæðuskort, ekki nokkur maður hefur haldið því fram, ja nema þú núna. Ef fæðuskortur hefði verið ástæðan fyrir hruni stofnsins þá hefði aldur við kynþroska ekki minnkað eins og gerðist þarna. Heldur hefðu þorskarnir vaxið hægar og farið í kynþroska seinna en ekki fyrr.
Þetta línurit þitt frá Íslandi er ekki að sína vaxtarhraða sem slíkan. Hér erum við að sjá það sama og ég talaði um hér á undan, elstu árgangarnir eru horfnir um 1981 og sýnist mér vandræðin byrja þar. Árið 1993, síðasta árið á mynd þinn er enginn þorskur yfir 9 ára aldri. Hér hefur lengdardreifingin verið þrengd mikið með ofveiði, sem þýðir eins og áður að yngri fiskar fara fyrr í kynþroska og eyða allri sinni orku í framleiðslu á sviljum og hrognum sem dregur úr líkamsvexti.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 22:22
Davíð.
Ég dreg þá ályktun af þessu svari þínu að markaðsdrifna aflamarkskerfið (brottkast og kvótasvindl) hafi stútað þorskstofninum við Labrador.
Nákvæmlega það sem hefur verið að gerast hérna.
Níels A. Ársælsson., 20.5.2011 kl. 23:42
Davíð. Ef þú skilur ekki myndina með hrun í vaxtahraða - að ofveiði er 100% útilokuð sem skýring.
Voru þá fiskarnir svona hræddir við veiðiskipin - að þeir hættu að éta??
Hér er mynd - úr Fiskifréttum sem þú skalt stækka upp og kynna þér. Þar er staðfest - að aðferðarfræðin sem farin var - var "ábyrgasta fiskveiðistjórn í N-Atlandshafi-- og omvent í Barentshafi... þar sem línurit er teiknað til helvítis.... en niðurstaðan er - engin veiði þar sem "ábyrga" veiðin var - og mokveiði þar sem "ofveiðin" var...
Hér er myndin af síðu úr Fiskifréttum 10.nóv. 1989
Kristinn Pétursson, 21.5.2011 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.