26.5.2011 | 09:31
Auðsveipir þrælar og leiguliðar Samherja hf
Það er nær öruggt að þessi svo kallaða yfirlýsing áhafnar hefur verið samin af forstjóranum sjálfum og áhöfninni fyrirskipað að skrifa undir að öðrum kosti yrðu þeir reknir allir með tölu og skipinu hent í brotajárn.
Þegar skipið er skoðað inn á vef Fiskistofu kemur ýmislegt í ljós sem áhöfnin hefði átt að hafa meiri áhyggjur af í langan tíma heldur en smávægileg breyting á kvótakerfinu sem er ætluð þeim og afkomendum þeirra til heilla.
Fiskveiðiárið 2009/2010 hafði skipið 3.672 tonn í úthlutuðum þorskkvóta.
Fiskveiðiárið 2010/2011 hefur skipið 587 tonn í úthlutuðum þorskkvóta.
Útgerðarmaðurinn hefur greinilega þurft að losa um nokkra milljarða í loftfimleikum sínum á milli skipa og jafnvel á milli landa og heimsálfa.
Skipið er svo kölluð rusalakista Samherja hf, fyrir kvótabrask og áhöfninni beitt eins og sauðfé á hrjóstrugan akur ódýrra fiskitegunda.
Skipsáhöfn mótmælir frumvörpum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar eru rökin. Hversu miklum þorski landaði skipið á þessum árum? Hvað kallar þú ódýrar fisktegundir grálúða rúm 1000t í fyrra meðalverð á henni 650-700kr/kg Karfi ca 2000t meðalverð 200-260kr/kg Gullax 1000t 120-140kr/kg. Á ég að halda eitthvað áfram. Skipið fiskaði fyrir tæpan 1,4 milljárð. á síðasta fiskveiðiári, með 19 manna áhöfn, það er semsagt allt annað en þorskurinn í hafinu titlað sem rusl í þínum augum. lýsir þér vel kallinn minn. Það að þú teljir forstjórann sjálfann hafa skrifað þessa yfirlýsingu lýsir þér enn og aftur og dregur orð 30 vitiborna manna í efa. Þér dettur ekki í hug að þessir menn hafi fyrir fjölskyldu að sjá. Sennilega í flestum tilfellum eina fyrirvinna heimilsins. Þér líður örugglega mikið betur með það að hugsa til þess að ef þetta frumvarp fer óbreitt í gegn munu allar útgerðir selja/leggja amk einu skipi ef ekki fleirum. Flestar útgerðir í dag eru með einu skipi of mikið eftir gengdarlausar skerðingar. Þær útgerðir sem hafa aðeins eitt skip, eru með skip sem er allt of stórt miðaða við verkefnastöðu. Mér þætti mikið til þess koma að þú birtir þessa athugasemd mína í stað þess að kjósa að birta hana ekki. Ég hef svarað þér hérna áður og þú hefur ekki séð sóma þinn i því að samþykkja bitingu á því vegna þess að þú hefur sjaldan rök fyrir því sem þú dritar hérna niður
Árni R, 26.5.2011 kl. 22:06
Árni, hverslags æsingur er þetta í þér drengur ?
Ég hef aldrei hafnað neinni athugasemd frá nokkrum manni svo það er einhvað misminni hjá þér með þetta ...
Mér dettur ekki í hug að rengja orð ykkar í áhöfninni og hef aldrei gert en tald inæsta víst að forstjórinn hafi lánað ykkur textann, sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt miðað við þær hótarnir sem frá honum hafa komið með reglulegu millibili síðustu 25 árin eða svo.
Góður árangur hjá ykkur þarna um borð og hörku áhöfn.
Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni með von um að þið kynnið ykkur af eigin raun nýju frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórn fiskveiða, því aðeins að þau ná í gegn er framtíð ykkar og afkomenda tryggð til framtíðar.
Berðu öllum í áhöfninni góðar kveðjur frá mér ...
Níels A. Ársælsson., 26.5.2011 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.