Leita í fréttum mbl.is

Rógburður um strandveiðar

kona_og_batur.jpg

Gunnlaugur K. Hreinsson framkvæmdarstjóri GPG-fiskverkunar ehf, fer mikinn í gagnrýni sinni á stjórnvöld og fyrirkomulag strandveiða og segir þær ekki skapa störf í landi.

Staðreyndin er hins vegar sú að 500 bátar stunda strandveiðar með líklega 600-700 sjómönnum um borð.

Fjöldi starfa í landi hafa skapast í kringum strandveiðibátanna hjá fiskverkafólki, starfsmönnum fiskmarkaða, hafna, ýmisa þjónustuaðila, verslanna og flutningsaðila.

Bein og óbein störf vegna strandveiða skipta þúsundum um land allt.


mbl.is Strandveiðar skapa ekki störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég vil sjá vinnsluna mun meira hér heima "púnktur"

Jón Snæbjörnsson, 8.6.2011 kl. 08:50

2 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Málflutningur sumra þeirra sem vilja kollvarpa núverandi kerfi er nú lítið annað en rógburður í garð sjávarútvegsins. Það er hinsvegar ekki skrítið að sanntrúaðir eyðileggingamenn skuli láta málflutning þeirra sem ekki vilja eyðileggja sjávarútveginn fara í taugarnar á sér.

Strandveiðar skapa hverjum og einum lítið hlutastarf í einhverja daga á sumri. Hvar menn sjá hagkvæmni í fjárfestingum í því er mér algjörlega óskiljanlegt.

Kristinn Daníelsson, 8.6.2011 kl. 09:43

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jón, ég er sammála þér.

Kristinn Daníelsson, þú hefur greinilega ekkert vit á því sem þú ert að fjalla um, svo ég sleppi því að svara þér að öðru leyti .....

Níels A. Ársælsson., 8.6.2011 kl. 10:21

4 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Sæll Níels

Vert er að þakka sérstaklega fyrir málefnaleg rök.

Kristinn Daníelsson, 8.6.2011 kl. 10:25

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Kristinn, ekkert að þakka vinur ....

Níels A. Ársælsson., 8.6.2011 kl. 10:36

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þau eru mörg dæmin um dauðagildrurnar þegar herinn er á stjórnlausum flótta Nilli!

Nú er LÍÚ mafían að heyja sitt dauðastríð um full yfirráð og afsal yfir þessari dýrustu auðlind okkar.

Enginn hefur ennþá unnið sitt dauðastríð.

Árni Gunnarsson, 8.6.2011 kl. 10:56

7 Smámynd: Hjörtur Atli Guðmundsson

Mér þætti gaman að sjá tölur mu hversu margir af þessum 6-700 sem vinna við strandveiðar eina viku í mánuði hafi aðra atvinnu og aðrar tekjur.

Skilst að það sé sérlega vinsælt hjá kennurum og öðrum stéttum að nýta sumarfríin í að fara á strandveiðar.

Af hverju dásama menn kerfi sem hvetur til offjárfestingar og skapar eins sveiflukennda atvinnu og hugsast getur...

Vestfirðir fá 4 daga í mánuði...

Jafnvel þó svo að þúsundir manna geti unnið þessa 4 daga, þá er það bersýnilega ekkert frábært kerfi...

Hin landsvæðin hafa náð nokkrum dögum í maí, ná nokkrum í júni, og svo fara þeir fækkandi eftir því sem veiðin eykst...

Þetta kerfi er eitt það óhagkvæmasta sem hugsast getur - líka fyrir landsbyggðirnar.

Réttast væri að veita hverjum bát heimild til að veiða ákveðinn tonna fjölda, burtséð frá því hvort hann sé í 14 tíma róðri eða ekki og burtséð frá þv´ihvort hann ákveði að róa á föstudegi eða ekki.

Þetta tryggir jafnara framboð aflans, menn geta róið allan mánuðinn á EIGIN hraða, þetta dregur úr því að menn þurfi að eiga öfluga báta til að komast sem fyrst á miðin af því að veiði tíminn er svo stuttur og síðast en ekki síst, þá gerir þetta það að verkum að fiskverkanir geta starfað á eðlilegan máta, en ekki eins og er nú, á fullri keyrslu fyrstu vikuna í hverjum mánuði og svo ekki bein þess á milli...

Ég hef aldrei heyrt góð rök fyrir því að takmarka þetta svona - þetta er heimskuleg framkvæmd á annars mjög góðri hugmynd sem frjálsar handfæraveiðar eru - það þarf bara að taka ahna upp á nýtt og útfæra almennilega...

Hjörtur Atli Guðmundsson, 8.6.2011 kl. 10:58

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo er ég sammála Kristni Daníelssyni um það að auðvitað þurfi að stórauka afrakstur strandveiðanna með því að lengja tímabilið og fjölga dögunum.

Það þarf greinilega að gera þessar strandveiðar ábatasamari!

Árni Gunnarsson, 8.6.2011 kl. 11:00

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Offjárfesting! Við eigum ekki nægan mannafla til að gera út allan þann flota trillubáta sem dormar í smába´tadokkunum víðs vegar umhverfis landið.

Óskaplega er mörgum mikið niðri fyrir með full yfirráð kvótagreifanna.

Fyrirgefið, mér finnst þetta orðið sjúklegt.

Reynar hefur óbeisluð græðgin alltaf verið vísbending um sjúklegt ástand.

Og ekki megum við gleyma því að þessi alkunna blanda af græðgi og heimsku setti okkar auðugu þjóð næstum því á hausinn fyrir nokkrum mánuðum.

Spyrjið bara Geir!

Árni Gunnarsson, 8.6.2011 kl. 11:59

10 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Eins og svo oft í þessu máli sem öðrum þegar gífuryrði og hatur yfirgnæfir umræðuna gera menn ekki minnstu tilraun til að rökstyðja mál sitt með staðreyndum. Fullyrt er hér að ofan að þúsundir starfa séu tilkomin vegna strandveiða. Ég skora á pistilhöfund að gera grein fyrir því hvar finna má þessari fullyrðingu stoð.

Árni, ég bið þig vinsamlega að gera mér ekki upp skoðanir. Ég hef ekki áhuga á að tengjast málflutningi af þeirri tegund sem þú stendur fyrir.

Kristinn Daníelsson, 8.6.2011 kl. 20:55

11 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Norðmenn stunda frjálsar handfæraveiðar,

á bátum upp að 11 metrum, þar gengur allt upp, alveg öfugt við á Íslandi, þar er allt slíkt

harðlega bannað!

Íslendingar stunduðu frjálsar handfæraveiðar

frá 1900 er vistaböndin voru aflögð, til 1990,

en eftir það má almenningur alls ekki bjarga sér

með frjálsum handfæraveiðum, þó það leysi

byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 11.6.2011 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband