18.6.2011 | 14:18
Símahjal LÍÚ og "sérfræðinganna"
Það merkilega við þessa skýrslu svokallaðs sérfræðingahóps er að niðurstöður hennar eru byggðar á "SÍMAVIÐTÖLUM" við örfáa stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja (LÍÚ) sem eiga allra hagsmuna að gæta í því að kvótakerfið verði áfram óbreytt.
Það er kanski ekki að undra að "ENGINN" virðist þora að setja nafn sitt undir skýrsluna sem má sjá hér á heimasíðu LÍÚ en hana er hvergi annars staðar að finna nema hjá þeim samtökum.
Innihaldi skýrslunar er haldið mjög á lofti með fulltingi Páls Magnússonar útvarpstjóra ríkisútvarpsins sem ekki hefur legið á liði sínu enda hafa allir fréttatímar ríkisútvarpsins frá því á hádegi á þjóðhátíðardaginn 17. júní verið uppfullir af allskyns samhengislausum tilvitnunum í skýrsluna og heimskulegum viðtölum við oddvita Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um innihald hennar.
Í reynd má segja að útvarp allra landsmanna hafi með þessu háttarlagi sínu ráðist á ríkisstjórn Íslands hvað eftir annað með það eitt að markmiði að fella hana.
Nú er mál að Páll Magnússon verði látinn sæta ábyrgð fyrir heimsku sína og virðingarleysi og hann taki pokann sinn "STRAX".
Lagt til að ráðherra rífi frumvarpið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 8
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 764304
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reyndar kemur fram strax í upphafskafla greinargerðarinnar, sem heitir "Um sérfræðihópinn og afmörkun verkefnis", hverjir unnu hana. Þar kemur líka fram að ekki hafi verið fundað með hagsmunaaðilum né leitað formlega eftir sjónarmiðum þeirra.
Þá er greinargerðin birt á heimasíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins:
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/2011/Greinargerd-um-hagraen-ahrif-af-frumvarpi-til-nyrra-laga-um-stjorn-fiskveida-samkvaemt-thingskjali-1475.pdf
Hjörtur J. Guðmundsson, 18.6.2011 kl. 17:25
Það gengur ekki , að hræra í þessum kvóta-svikapotti, án mjög skýrra lína, um hvað er réttlátt og hvað ekki í úrlausninni. Það er hagur allra íslendinga, að réttlætið sé virt í þessum málum.
Og það gengur heldur ekki að LÍÚ-Hafró-ESB-klíkan setji sjáfarútvegs-ráðherra Íslands, Jóni Bjarnasyni, valkosti í þessum málum. Það hlýtur öllum að vera ljóst, að þannig verklag er ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum?
Sjávarútvegsráðherra ræður, en ekki hagsmunasamtök, eins og LÍÚ og útgerðir víðsvegar um landið!
Að innkalla allar aflaheimildir og útdeila þeim svo aftur af sanngirni, hefði verið rétt að mínu mati?
Þeir sem geta lagt fram pappíra um að þeir hafi stundað heiðarlegar veiðar og viðskipti, fái aftur sín réttindi í eitt ár, og hinir sem ekki geta lagt fram pappíra fyrir heiðarlegum veiðum og viðskiptum, verða að víkja, og borga fyrir svikin!
Einhverstaðar verður að draga línuna í þessu umdeilda máli?
Svo er óskiljanlegt að Færeyska leiðin hafi ekki fengið umfjöllun í ríkisfjölmiðlunum, hvað þá meir?
Bendi enn einu sinni á: YouTube, Svindlið í kvótakerfinu í Kompás.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.6.2011 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.