Leita í fréttum mbl.is

Símahjal LÍÚ og "sérfræðinganna"

fiskimenn

Það merkilega við þessa skýrslu svokallaðs sérfræðingahóps er að niðurstöður hennar eru byggðar á "SÍMAVIÐTÖLUM" við örfáa stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja (LÍÚ) sem eiga allra hagsmuna að gæta í því að kvótakerfið verði áfram óbreytt.

Það er kanski ekki að undra að "ENGINN" virðist þora að setja nafn sitt undir skýrsluna sem má sjá hér á heimasíðu LÍÚ en hana er hvergi annars staðar að finna nema hjá þeim samtökum.

sild_gefin.jpg

Innihaldi skýrslunar er haldið mjög á lofti með fulltingi Páls Magnússonar útvarpstjóra ríkisútvarpsins sem ekki hefur legið á liði sínu enda hafa allir fréttatímar ríkisútvarpsins frá því á hádegi á þjóðhátíðardaginn 17. júní verið uppfullir af allskyns samhengislausum tilvitnunum í skýrsluna og heimskulegum viðtölum við oddvita Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um innihald hennar.

gott_kast.jpg

Í reynd má segja að útvarp allra landsmanna hafi með þessu háttarlagi sínu ráðist á ríkisstjórn Íslands hvað eftir annað með það eitt að markmiði að fella hana.

Nú er mál að Páll Magnússon verði látinn sæta ábyrgð fyrir heimsku sína og virðingarleysi og hann taki pokann sinn "STRAX".


mbl.is Lagt til að ráðherra rífi frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Reyndar kemur fram strax í upphafskafla greinargerðarinnar, sem heitir "Um sérfræðihópinn og afmörkun verkefnis", hverjir unnu hana. Þar kemur líka fram að ekki hafi verið fundað með hagsmunaaðilum né leitað formlega eftir sjónarmiðum þeirra.

Þá er greinargerðin birt á heimasíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins:

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/2011/Greinargerd-um-hagraen-ahrif-af-frumvarpi-til-nyrra-laga-um-stjorn-fiskveida-samkvaemt-thingskjali-1475.pdf

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.6.2011 kl. 17:25

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það gengur ekki , að hræra í þessum kvóta-svikapotti, án mjög skýrra lína, um hvað er réttlátt og hvað ekki í úrlausninni. Það er hagur allra íslendinga, að réttlætið sé virt í þessum málum.

Og það gengur heldur ekki að LÍÚ-Hafró-ESB-klíkan setji sjáfarútvegs-ráðherra Íslands, Jóni Bjarnasyni, valkosti í þessum málum. Það hlýtur öllum að vera ljóst, að þannig verklag er ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum?

Sjávarútvegsráðherra ræður, en ekki hagsmunasamtök, eins og LÍÚ og útgerðir víðsvegar um landið!

Að innkalla allar aflaheimildir og útdeila þeim svo aftur af sanngirni, hefði verið rétt að mínu mati?

Þeir sem geta lagt fram pappíra um að þeir hafi stundað heiðarlegar veiðar og viðskipti, fái aftur sín réttindi í eitt ár, og hinir sem ekki geta lagt fram pappíra fyrir heiðarlegum veiðum og viðskiptum, verða að víkja, og borga fyrir svikin!

Einhverstaðar verður að draga línuna í þessu umdeilda máli?

Svo er óskiljanlegt að Færeyska leiðin hafi ekki fengið umfjöllun í ríkisfjölmiðlunum, hvað þá meir?

Bendi enn einu sinni á: YouTube, Svindlið í kvótakerfinu í Kompás.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.6.2011 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband