Leita í fréttum mbl.is

Enn sígur á ógæfuhliðina hjá Vestfirðingum

hornvík og hælavíkurbjarg

Samkvæmt tölum Hagstofunar bjuggu í lok annars ársfjórðungs þessa árs (2011)  7.090 manns á Vestfjörðum og hafði þeim fækkað um 50 frá fyrsta ársfjórðungi.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar hafði fækkað um tíu í Bolungarvík, tuttugu í Tálknafjarðarhreppi, tíu í Reykhólahreppi, tíu í Vesturbyggð og tíu í Súðavíkurhreppi. Í Ísafjarðarbæ hafði íbúum hinsvegar fjölgað um tuttugu frá fyrsta ársfjórðungi.

Launatekjur á Vestfjörðum eru með þeim lægstu á landinu eða einungis 87% af landsmeðaltali.

Telja má fullvíst að enn frekari fækkun verði á Vestfjörðum á næstu mánuðum og misserum þar sem íbúarnir treysta ekki lengur loforðum stjórnmálamanna um breytingar á kvótakerfinu og að mannréttindi íbúanna verði virt.

Í nýlegri skoðanakönnun kom fram að 98% ungs fólks ætlar að leita að störfum erlendis, það sér ekki framtíð sína í fiskvinnslu og landbúnaði, enda launin svo lág að fólk vill frekar vera á atvinnuleysibótum en vinna þar. Það eru ekki einungis atvinnulaust fólk sem er að fara það er frekar velmenntað fólk sem lætur ekki bjóða sér svona þjóðfélag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við skoðum landið í heild kemur eftirfarandi í ljós: Á sama tíma fluttust 530 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 360 umfram aðflutta, en brottfluttir erlendir ríkisborgarar voru 180 fleiri en þeir sem fluttust til landsins. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 380 manns á 2. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 680 íslenskir ríkisborgarar af 980 alls. Af þeim 800 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 280 manns.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband