Leita í fréttum mbl.is

Nú skal róið án kvóta - þolimæðin á þrotum

women.jpg

Ágæti félagi.

Í liðinni viku héldum við félagsfund og einnig héldum við ráðstefnu um fiskveiðistjórnunarmál. Jafnframt höfum við átt samtöl við fjölda félaga okkar á landsbyggðinni sem að ekki áttu þess kost að koma á fundinn.

Það er augljóst að þolinmæði okkar allra er þrotin. Stjórnvöld eru fjær því að ná fram breytingum á kerfinu í dag enn þau voru fyrir rúmum tveimur árum síðan. Frumvarp Jóns Bjarnasonar fær falleinkunn hjá öllum og ekki síst þeim sem vilja sjá breytingar á þessu handónýta fiskveiðistjórnkerfi.

Fjögur ár eru liðinn síðan mannréttindanefnd SÞ birti álit sitt þar sem segir að stjórnkerfi fiskveiða brjóti mannréttindi og að stjórnvöldum beri að breyta því. Fjögur ár og ekkert gerist enn. Nú biðja stjórnvöld okkur að gefa sér meiri tíma. Meiri tíma meðan hlutirnir fara ennþá verr. Við verðum ekki sakaðir um að hafa ekki sýnt biðlund, en núna verðum við að knýja stjórnvöld til aðgerða.

Nú er tími athafna kominn. Í lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að enginn megi stunda fiskveiðar í atvinnuskyni án þess að hann hafi til þess almennt veiðileyfi. Það er eina skilyrðið sem að við þurfum að uppfylla samkvæmt þessum lögum. Hvergi og ég ítreka hvergi í lögum um stjórn fiskveiða er sett fram sú krafa að skip hafi yfir aflaheimildum að ráða til þess að fá að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni.

Nú hafa allnokkrir félaga okkar tekið ákvörðum um að róa til fiskjar án aflaheimilda, enda eru þeir ekki að brjóta lög um stjórn fiskveiða með því. Svipti Fiskistofa skip veiðileyfi fyrir afla umfram aflaheimildir er það skýrt brot af þeirra hendi. Komi til þess munu Samtök íslenskra fiskimanna stefna yfirvöldum fyrir viðeigandi dómstólum, íslenskum sem alþjóðlegum.

Engin hætta er á því að veiðileyfissvipting verði ennþá í gildi í vor þegar grásleppuvertíð og strandveiðar hefjast: En þá verðum við komnir með í hendur það mál sem að við þurfum gegn stjórnvöldum. Það er nauðsynlegt að dómstólar fái að fjalla aftur um fiskveiðistjórnkerfið en þeir hafa ekki haft tækifæri til þess síðan mannréttindanefnd SÞ birti álit sitt árið 2007.

Við munum því ákveða hvaða dag við ætlum að róa, bjóða almenning velkominn niður á höfn til að taka á móti okkur þiggja fisk að gjöf. Þurfum þó að gæta að því að vigta hann á hafnarvog, því ekki stendur til að brjóta lög.

Í framhaldinu munu menn fara í róðra og selja aflann á markaði og halda áfram þar til bátarnir verða sviptir veiðileyfi.

Ég vek athygli á því að það að halda áfram veiðum eftir að skip er svipt veiðileyfi er brot á lögum um stjórn fiskveiða, þrátt fyrir að veiðileyfissviptingin væri ólögmæt.

Núna ríður á að sýna styrk og samstöðu, sýna stjórnvöldum að okkur er full alvara og sýna að við látum ekki kúga okkur lengur.

Ég vek einnig athygli á því að Finnbogi Vikar hefur á facebook síðu Samtaka íslenskra fiskimanna óskað eftir bát til þess að róa til fiskjar á, en hann hefur ekki yfir sjálfur yfir bát að ráða.


Jón Gunnar Björgvinsson

FormaðurSamtaka íslenskra fiskimanna
GSM: 863 5151


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Almenningur á Íslandi sló þyrnirós við og svaf í 1000 ár, það var loks við afnám vistabanda um 1900 að fólkið

vaknaði, en það stóð stutt, frjálsar handfæraveiðar

voru teknar af þjóðinni um 1990.

Afléttum oki líú, krefjumst frjálsra handfæraveiða sem

leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 13.9.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband