23.9.2011 | 14:33
Í skjóli illræmdasta kvótakerfis veraldar
Framlegð íslenzks sjávarútvegs verður ennþá meiri ef við lokum til dæmis öllum höfnum Vestfjarða, Snæfellsnes og Vestmannaeyja og flytjum alla íbúanna í óseldar blokkaríbúðir á suðvestur horninu.
Með því móti gæti ríkissjórður sparað sér tugi milljarða á ári í rekstri á sjúkrahúsum, skólum, vegamálum og allri þjónustu við almenning á þessum óþolandi útnárum og krummaskuðum.
Þetta væri mjög hagkvæmt fyrir LÍÚ þar sem framlegðin í sjávarútveginum mundi vaxa um tugir prósenta á hverju ári.
Ef að líkum lætur eru þeir félagar og vinir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Ragnar Árnason og Audun Iversen hjá Nofima mér hjartanlega sammála.
Allt er þetta svo í anda Nicolae Ceausescu fyrrum forseta Rúmeníu.
Sem sagt eins og manni grunaði þá er svo kölluð "sjávarútvegssýning" fyrst og fremst áróðursvettvangur LÍÚ, Sjálfstæðisflokksins, og Framsóknarflokksins fyrir óbreyttu kvótakerfi.
Góða framlegð má þakka fyrirkomulagi veiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 763767
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi Nilli
Djúpt er nú grafið finnst mér.
Valmundur Valmundsson, 27.9.2011 kl. 14:02
Sæll Valmundur.
Nú, er þetta ekki ákkúrat það sem menn vilja, nógu mikla hagkvæmni.
Það er til ræða í rituðu máli eftir Hanes Hómmstein Gissurarson þar sem hann leggur það til að allur kvóti á íslandsmiðum verði veiddur á 10 frystitogurum.
Níels A. Ársælsson., 27.9.2011 kl. 14:19
Hefur þú ekki selt kvóta? Hefur þú ekki hent góðum fiski aftur í sjóinn? Ertu að kenna kvótakerfinu um að þú ert óheiðarlegur? Fréttastofa rúv gæti eflaust grafið það upp hvort þú hefur selt frá þér kvóta og víst ég veit að þú meðhöndlar fiskinn okkar þannig að þú hendir honum dauðum aftur í sjóinn að þú gæfir ekki heiðarlegt svar :)
Buddi blívar, 27.9.2011 kl. 18:12
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=24934 viltu ekki birta þetta? :)
Buddi blívar, 27.9.2011 kl. 18:34
Takk fyrir ábendinguna Buddi, ég var næstum búinn að gleyma þessu.
Níels A. Ársælsson., 27.9.2011 kl. 18:53
Efa það :) en skoðum svo hvort þú hafir selt kvóta. Ég tel fullvíst að þú hafir gert það og ertu þá ekki til í ef ég hef rétt fyrir mér að endurgreiða þá upphæð? Ef þú segist ekki hafa selt kvóta mun ég senda fyrirspurn til ruv um að athuga hvort þú hafir selt kvóta. Þetta með brottkastið hehe frábært hvað þú varst montinn með þig en svo kom aulinn upp í þér með afsökun að fiskurinn væri sýktur ormi. Svona hegða AULAR sér.
Buddi blívar, 27.9.2011 kl. 19:09
Buddi. Merkilegt að þú skulir nefna "aula" en þorir væntanlega ekki að koma fram undir réttu nafni.
Ég skal svara öllum spurningum þínum ef þú kemur fram og sýnir hver þú ert.
Níels A. Ársælsson., 27.9.2011 kl. 19:32
Nafnlausir riddarar á netinu eða þeir sem þora illa að mæta þar undir nafni eru vart svaraverðir. En hitt er annað mál að það er áhugavert hvernig fréttum um sjávarútveg og ákveðin sjónarhorn er skammtað í fjölmiðla.
Anna Karlsdóttir, 27.9.2011 kl. 20:56
Sæl Anna og takk fyrir innlitið.
Það er líklega allt ritskoðað í dag án þess að við fáum að vita það.
En varðandi nafnlausa hugleysingja á tetinu þá ætti maður auðvita ekki að hleypa þeim að ...
En ég veit hver hann er þessi Buddi, vorum ekki lengi að grafa hann upp í gegnum ip töluna frá honum.
Bestu kveðjur.
Níels A. Ársælsson., 27.9.2011 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.