Leita í fréttum mbl.is

Ferjusiglingar á milli Bíldudals og Þingeyrar

norska_farthega_og_bilferjan_vetlefjord

Það er mikið þjóðþrifamál að koma sem allra fyrst á ferjusiglingum á milli norður og suðursvæðis Vestfjarða.

Ekki þarf að fjölyrða um það hverslags gríðarleg samgöngubót það yrði fyrir alla íbúa Vestfjarða.

Eins og nú árar er lítil sem engin von til þess að ráðist verði í jarðganga og vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og því nauðsynlegt að taka annan og mun betri pól í hæðina.

Með réttri ferju, álíka skipi og myndin er af með þessu bloggi væri hægt að sigla frá Bíldudal til Þingeyrar á innað við klukkutíma aðra leiðina með um 70 farþega og 8 fólksbíla eða einn trukk með tengivagn.

siglingaleiðin bíldudalur þingeyri

Það sem mundi sparast er öll vinna við ónýtan veg um Dynjandisheiði og jarðgöng undir Hrafnseyrarheiði.

Hafnirnar á Þingeyri og á Bíldudal eru til staðar og þyrfti einungis smávægilegar viðbætur að koma til vegna ferjubrúa á hvorum stað.

Kaupverð á svona skipi er áætlað um 400 milljónir íslenzkar á móti margra milljarða framkvæmd við jarðgöng og uppbyggingu vega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband