Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindi á Íslandi til umfjöllunar hjá SÞ í beinni útsendingu á vefnum

mannrettindanefnd_sameinu_u_thjo_anna.jpg

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og sendinefnd frá Íslandi svarar fyrir stöðu mannréttindmála á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag, mánudaginn 10. október. Vefútsending SÞ hófst kl. 7 að íslenskum tíma. Sjá vefútsendingu hér á vef Sameinuðu þjóðanna með því að smella á Channel 11.

Skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi var send til Sameinuðu þjóðanna í júlí síðastliðnum en hún er hluti af úttekt SÞ á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Vinnuhópur á vegum innanríkisráðuneytisins og fleiri ráðuneyta vann að gerð skýrslunnar í samræmi við drög að kaflaskipan sem kynnt var fyrir fjölmörgum hagsmunaaðilum og félagasamtökum sem starfa á sviði mannréttindamála.

Mikil áhersla var lögð á samráð við frjáls félagasamtök, stofnanir og almenning og fengu um 60 aðilar drög að kaflaskipan skýrslunnar send. Þá var í júní haldinn opinn fundur um skýrsludrögin og komu þar fram ýmsar ábendingar frá ýmsum aðilum. Drögin voru jafnframt birt á vef ráðuneytisins og í framhaldi af því var lokið við gerð skýrslunnar og hún send SÞ í byrjun júlí, eins og áður segir.

Úttekt SÞ á stöðu mannréttindamála hófst 2008 með nýju eftirlitskerfi á vegum SÞ og hafa  aðildarríkin nú í fyrsta sinn að skoðað stöðuna hvert hjá öðrum með beinum hætti. Markmiðið er að bæta stöðu mannréttindamála í heiminum og að hvetja ríki til að uppfylla skuldbindingar á sviði mannréttindamála. Skýrsluna má sjá hér að neðan eins og hún var send SÞ á ensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband