Leita í fréttum mbl.is

Fyrrum greiningarmeistari Kaupþings kveður sér hljóðs

einn voða vitlaus

Sjávarútvegur getur ekki tryggt núverandi byggðamynstur, sem myndaðist við allt aðrar aðstæður en nú eru uppi, á tímum þegar strandsiglingar voru mikilvægari samgönguleið en vegakerfi landsmanna.

Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningardeildar Kaupþings banka, á málþingi um sjávarútvegsmál og byggðaþróun sem Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál stóð fyrir í Háskóla Íslands þann 31, ágúst 2007..

Ásgeir varaði við því að sjávarútvegur fari í sama far og landbúnaður fór í um miðja síðustu öld með niðurgreiðslum og höftum, þjóðin hafi ekki efni á því.

Allar tilraunir til þess að þröngva sjávarútvegi í þann farveg að viðhalda núverandi byggðamynstri muni hola þessa atvinnugrein innan.

„Af hverju er það slæmt að fimm stór fyrirtæki eigi 80 prósent af aflaheimildunum? Ef þau geta borgað sæmileg laun, borgað sína skatta, geta skilað sínu og búið til verðmæti er ekkert að því," sagði Ásgeir.


mbl.is Umræða um hrunið á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er algjörlega rétt hjá honum.

Í strandsiglingunum voru strandbæjir á Vestfjörðum og Siglufjörður í alfaraleið. Naflar Íslands.

Eftir hringveginn og bílavæðinguna þá hafa þessi staðir verið afdankar.

Þetta er bara kórrétt hjá gjemle.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.10.2011 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband