Leita í fréttum mbl.is

Ölfusbóndi höggvinn.

hálshöggvinn

Annó; 1701: Aftaka á Bakkárholtsţingi:

Bóndi úr Hjallahverfi í Ölfusi, Lafrans Helgason ađ nafni, var höggvinn á Bakkárholtsţingi í vor, og var honum gefiđ ađ sök ađ hafa ráđiđ af dögum konu sína Arnţrúđi Magnúsdóttur. Ţau Arnţrúđur voru tvö í kotinu, og sagđist Lafrans hafa fundiđ hana mállausa á gólfinu, er hann kom heim frá gegningum eitt kvöld, en um nóttina hefđi hún látizt. Hann bađ ţá konur tvćr ađ sauma utan um líkiđ, en ţćr vildu ţađ ekki gera, nema ţađ vćri skođađ áđur. Var ţađ blóđrisa og hruflađ hér og ţar og bólguţroti og tvćr skinnsprettur á hálsi undir hökunni.

Kunnugt var, ađ sambúđ ţeirra hjóna hafđi veriđ erfiđ, og hafđi prestur vandađ um, án ţess ađ um batnađi. Lafrans var dćmdur tylftareiđur, en enginn vildi eiđinn sverja međ honum. Gekkst hann ţá viđ ţví, ađ hann hefđi myrt konuna, en sá mađur bauđst til ţess ađ höggva hann, er var bróđir hennar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurđsson

Hann Lafri hefur veriđ bölvađur óţokki, og ekki átt neitt betra skiliđ eđa hvađ?

Gísli Sigurđsson, 10.2.2007 kl. 21:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband