Leita í fréttum mbl.is

Ölfusbóndi höggvinn.

hálshöggvinn

Annó; 1701: Aftaka á Bakkárholtsþingi:

Bóndi úr Hjallahverfi í Ölfusi, Lafrans Helgason að nafni, var höggvinn á Bakkárholtsþingi í vor, og var honum gefið að sök að hafa ráðið af dögum konu sína Arnþrúði Magnúsdóttur. Þau Arnþrúður voru tvö í kotinu, og sagðist Lafrans hafa fundið hana mállausa á gólfinu, er hann kom heim frá gegningum eitt kvöld, en um nóttina hefði hún látizt. Hann bað þá konur tvær að sauma utan um líkið, en þær vildu það ekki gera, nema það væri skoðað áður. Var það blóðrisa og hruflað hér og þar og bólguþroti og tvær skinnsprettur á hálsi undir hökunni.

Kunnugt var, að sambúð þeirra hjóna hafði verið erfið, og hafði prestur vandað um, án þess að um batnaði. Lafrans var dæmdur tylftareiður, en enginn vildi eiðinn sverja með honum. Gekkst hann þá við því, að hann hefði myrt konuna, en sá maður bauðst til þess að höggva hann, er var bróðir hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hann Lafri hefur verið bölvaður óþokki, og ekki átt neitt betra skilið eða hvað?

Gísli Sigurðsson, 10.2.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband