10.2.2007 | 21:06
Ölfusbóndi höggvinn.
Annó; 1701: Aftaka á Bakkárholtsþingi:
Bóndi úr Hjallahverfi í Ölfusi, Lafrans Helgason að nafni, var höggvinn á Bakkárholtsþingi í vor, og var honum gefið að sök að hafa ráðið af dögum konu sína Arnþrúði Magnúsdóttur. Þau Arnþrúður voru tvö í kotinu, og sagðist Lafrans hafa fundið hana mállausa á gólfinu, er hann kom heim frá gegningum eitt kvöld, en um nóttina hefði hún látizt. Hann bað þá konur tvær að sauma utan um líkið, en þær vildu það ekki gera, nema það væri skoðað áður. Var það blóðrisa og hruflað hér og þar og bólguþroti og tvær skinnsprettur á hálsi undir hökunni.
Kunnugt var, að sambúð þeirra hjóna hafði verið erfið, og hafði prestur vandað um, án þess að um batnaði. Lafrans var dæmdur tylftareiður, en enginn vildi eiðinn sverja með honum. Gekkst hann þá við því, að hann hefði myrt konuna, en sá maður bauðst til þess að höggva hann, er var bróðir hennar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 764254
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann Lafri hefur verið bölvaður óþokki, og ekki átt neitt betra skilið eða hvað?
Gísli Sigurðsson, 10.2.2007 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.