Leita í fréttum mbl.is

Fyrning greifanna

dama-0002

Kvótagreifar segja, að við séum að ráðast á sjávarútveginn. Það er rangt, við viljum bara losna við greifana úr sjávarútvegi. Þeir segja, að við séum að ráðast á sjávarplássin. Það er rangt, við viljum frelsa plássin úr klóm greifanna. Þeir segja, að við séum að ráðast á sjómenn og fiskverkafólk. Það er rangt, við teljum aðra hæfari en greifana til að reka útgerð og vinnslu. Kvótagreifar eru alls ekki það sama og sjávarútvegur, sjávarpláss, sjómenn og fiskverkafólk. Með því að fyrna greifana fáum við inn nýja aðila. Þeir geta rekið útgerð og fiskvinnslu þannig, að samfélag og starfsfólk fái arð.

Af: jonas.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Áður fyrr var útgerð rekin með réttlátum skiptum milli útgerðar og áhafnar áður en 30% voru tekin framhjá skiptum og gekk vel reknum útgerðum ágætlega að plumma sig við þessi skilyrði.

Nú þarf útgerðin milljarða afskriftir til að hafa rekstrargrundvöll og láta sjómenn borga sér auðlinda gjald fyrir að fá að róa hjá sér. 

Að sjálfsögðu er til nóg að hæfu fólki til að stunda útgerð og skila þjóðinni arði í stað þess að bankarnir sjúgi allan arðinn í gegnum ryksugur sínar. Þurfum við ekki nýjan Ríkisbanka? Er ekki óþarfi að láta erlenda sjóði hirða arðsemi þjóðarframleiðslunnar til sín?

Ólafur Örn Jónsson, 26.12.2011 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband