28.12.2011 | 20:14
Rockefeller heilkennin
Skömmu fyrir aldamót 1900 var John D. Rockefeller sennilega hataðasti maður Ameríku. Slóð hans var þakin gjaldþrota keppinautum og í röðum verkamanna var hann hataður fyrir vægast sagt óprúttna framkomu í nokkrum verkföllum.
Til að hressa upp á mannorðið réði hann til sín fremsta auglýsingasérfræðing samtímans, Ivy Lee. Hann ráðlagði gamla ógnvaldinum að gefa árlega lítið brot auðæfa sinna til háskóla, sjúkrahúsa og annarra líknarmála, en gera það á eins áberandi hátt og mögulegt var.
Til að tryggja vinsamleg blaðaskrif ráðlagði hann Rockefeller að ganga með gljáandi smápeninga upp á vasann í hvert sinn er hann kæmi fram opinberlega og gefa smákrökkum sem væru viðstaddir. Með þessum aðferðum tókst John D. að hreinsa mannorð sitt í augum almennings og fékk smám saman orð á sig fyrir að vera göfugt og barngott gamalmenni.
Gjafastarfsemin tók brátt á sig vísindalegri svip og árið 1913, við tilkomu tekjuskattsins, breyttust góðgerðastofnanir í hrein gróðafyrirtæki. Þingmaðurinn Wright Patman gerði töluvert viðamikla rannsókn á viðskiptaháttum góðgerðastofnana snemma á síðasta áratug.
[Wright Patman, TAX-EXEMPT FOUNDATIONS: THEIR IMPACT ON SMALL BUSINESS, 1964] Gott dæmi um hvernig hægt er að spila á þetta kerfi kemur fram í skýrslu um stofnanir David G. Baird, eiganda Baird and Company. Árið 1937 stofnaði hann þrjár "góðgerða"stofnanir og tíu árum seinna voru samanlagðar tekjur þeirra 7.250.000 dollarar.
Öll þessi ár voru þær önnum kafnar við að gefa hverri annarri gjafir og aðeins 160.000 dollarar sluppu út fyrir hringinn í formi raunverulegra gjafa. Á þennan máta sparaði Baird sér milljónir í skatta. Sami leikurinn er leikinn í sambandi við erfðaskatta; ættarauðurinn er látinn ganga á milli kynslóða í gegnum góðgerðastofnanirskattfrjálst.
![]() |
Samherji gefur 75 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvort Rockefeller er búsettur í Amríku eða á Akureyri skiptir ekki máli, eðlið er eitt og hið sama.
Jóhannes Ragnarsson, 28.12.2011 kl. 21:03
Rockefeller Akureyrar er miklu verri og hættulegri.
Sá Ameríski varð aldrei sá glæpamaður að láta sér detta í hug vegna öfundar og illgirni að stúta heilu sjávarþorpunum og landsfjórðungunum þrátt fyrir að hafa mörg morð á andststæðingum sínum á samviskunni.
Níels A. Ársælsson., 28.12.2011 kl. 21:21
Gleðilega hátíð, Þeir keyptu togarann Guðstein sem var mosavaxin í Hafnarfjarðarhöfn borguðu ákvílandi véð til að losa hann,síðan hófst æfintýrið.
Þeir spiluðu eftir gildandi lögum, þetta er stórkostlegt hjá þeim og að gefa frá sér er gott og mjög mikilvægt.
Getur einhver bennt mér á glæp sem þeir hafa framið þegar ég fór að vinna í fiski var mikið hengt upp í skreið fyrir Nígeríu markað, sagt er að fáir peningar hafi skiað sér til landsins,og menn réttlægtu það með að segja að fiskurinn hefði annars skemmst
Bernharð Hjaltalín, 29.12.2011 kl. 08:27
Einhverjir litu það jákvæðum augum, að fyrirtæki skili einhverju til samfélagsverkefna. Ég geri það.
Ég vissi þetta með smápeningana og börnin hjá Rockefeller, en morð á samviskunni, það hef ég hvergi séð nema hér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2011 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.