Leita í fréttum mbl.is

Svartfugl

langvía 2

Tugþúsundum svartfugla sem flækjast í fiskinetum er hent á hverju ári, þar sem ekki er heimilt samkvæmt lögum að selja fugl sem drepst í netum. Svartfugl flækist í fiskinetum í sjó allt árið en aðallega snemma á veturna og á vorin þegar hann kemur nær landi til varps.

Svartfugl flækist í og kafnar í fiskinetum sem lögð eru á veiðislóð, gjarnan þar sem sjómenn verða varir við síli eða loðnu, enda líklegt að helstu nytjafiskar, t.d. þorskur, sæki í slíkt æti. Svartfuglinn sækir hinsvegar einnig í sílið og flækist þar af leiðandi í netunum, jafnvel þó að þau séu lögð mjög djúpt.

Samkvæmt lögum um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum er óheimilt að nota net við fuglaveiðar. Fugla, er drepast í netum sem lögð eru til fiskveiða eða kópaveiða, má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.

Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu er markmið laganna fyrst og fremst að koma í veg fyrir að menn hafi fjárhagslegan ávinning af fuglaveiðum í net.

Heimilt sé að hirða fugl sem drepist hefur í fiskinetum fyrir slysni til eigin neyslu en hinsvegar óheimilt að selja eða gefa.

svartfugl_greiddur_ur_netum.jpg

Haft var eftir sjómönnum á netabátum fyrir nokkrum árum að mikið af svartfugli flækjast í netum, einkum þegar loðnan gengur yfir veiðislóðina í mars og sögðu þeir að fjölmörg dæmi væru um mörg þúsund fugla um borð í einum netabát sem kom í netin í einum róðri. Megninu hafi verið hent í sjóinn.

Sjómenn verða þarna af töluverðum aukatekjum, þó að verðið hafi ekki verið hátt. “Netin eru oftast dregin daglega og fuglinn því svo til nýdauður þegar hann er greiddur úr netunum og því herramannsmatur.

Af þessum staðreyndum  má sannarlega ráða að skotveiði á svartfugl og hlunnindi bænda og annara eru einungis lítið brot að því sem drepst við netaveiðar.

Það er algjört lífsspursmál fyrir allt lífríki hafsins við Íslands að stöðva loðnuveiðar að stórum hluta og setja á eitt alsherjar bann við flottrollsveiðum innan landhelginar.

Það væri skynsamlegt til reynslu að loka svæðum fyrir netaveiðum í nálægð við sjófuglabjörg meðan á varptíma stendur en hætta við fyrirhugað veiðibann að öðru leyti.


mbl.is Veiðibann eina siðlega viðbragðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband