24.1.2012 | 19:23
Snæbjörn í Hergilsey
Ég hafði jafnan skipstjórn á Fönix, er enn var stærst skip á Breiðaflóa. Mátti þá stundum kalla slark á ferðum og ekki fyrir heilsuveila menn að liggja úti á vetrum í öllu veðri.
Snæbjörn Kristjánsson segir svo frá í æviminningum sínum "Saga Snæbjarnar í Hergilsey".
Liðu árin til 1886, að ég aflaði til heimilis vor og haust en var í hákarlalegum á vetrum. Það var á líðandi vetri, að við fórum út á svokallaðan Hróa. Hann er þvert út af Ólafsvík.
Daginn eftir hvessir á norðan, og vildi ég ná Grundarfirði, ef mögulegt væri.
En veður harðnaði, og loks brotnaði aftara mastrið. En "lokkortusigling" var á skipinu.
Var þá þeirri ætlun lokið og silgdum við til Ólafsvíkur. Við rendum þar upp í svokallaðan Læk, sem bezt er, þegar áveðurs er.
En þar voru menn, sem kunnu að taka á móti sjófarendum. Fjöldi manna kom og tók skipið, í því að það kendi grunns.
Mannbjörg hefði orðið, þótt hjálp hefði verið minni. En afdrif skipsins eru vafasöm. Til dæmis um hjálpsemi Ólafsvíkurbúa við sjófarendur er það, að gamall maður, nærri blindur, lét leiða sig til strandar, svo hann gæti lagt hönd á björgunina. Hann hét Jónas.
Þegar skipið var komið í skorður og farangri borgið, gall við hvaðanæfa í hópnum: "Mann til mín, mann til mín". Menn mínir brostu og voru hissa. En slíkar viðtökur gleymast ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 763845
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.