Leita í fréttum mbl.is

Það er ekkert brottkast á Íslandsmiðum

strandvei_ar.jpg

Opinberlega er ekkert brottkast á fiskimiðunum við Ísland,  þetta vita allir, enda er stranglega bannað að kasta fiski og viðurlögin mjög þung við slíkum brotum eins og dæmin sanna.

Þessari fullyrðingu til sönnunar bendi ég á mjög faglega unnar skýrslur Hafransóknarstofnunar sem gefnar eru út árlega í nánu samráði við LÍÚ og ýmsa hagsmunaaðila eins og td, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Byggðastofnun.

Það er mjög mikilvægt út á við að þessu sé haldið til haga.


mbl.is Vilja ekki bann við brottkasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Furðulegt að fólk vilji lifa í sýstemi sem byggir á leikaraskap og fíflagangi. Og að lögin séu notuð til að viðhalda þessu endalausa rugli. "Ruslinu" er sópað undir teppið svo allt sýnist vera hreint.

íslendingar velja fólk til að stjórna þessu sem eiga það sameiginlegt að kunna ekkert að hugsa þegar upp er staðið. Enn í staðin fáum við flotta leikara og leiksýningar hjá Hafró, Ríkisstjórn og Alþingi. Og þetta er bara svona að því að fólk vill það.

Annars væri þetta ekki til...

Óskar Arnórsson, 25.2.2012 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband